Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Qupperneq 27

Eimreiðin - 01.07.1919, Qupperneq 27
EIMREIÐIN) »LJÓS ÚR AUSTRI« 155 eins er fagurt dæmi vestrænnar nýtni og rökhugsunar, sem er sennilega einhver órökréttasti heilagrautur í heimi, þrátt fyrir öll þessi stativ og instrument, sem menn hafa hreykt upp eins og beinakerlingum, svo að varla er hægt lengur að drepa sér niður í skjóli skynsamlegrar hugsunar. Indversku æfingarnar eru aftur á móti að mestu leyti fólgnar í kyrð, vissum stellingum líkamans, rósemi hug- ans og reglubundinni öndun. Þær fullyrða, að maðurinn sé andlegur kraftur og taki á hverju augnabliki móti sams- konar krafti frá umheiminum. En þessum dýrmæta fjár- sjóði eyðum vér í allskonar gauragang, at og erjur, fitl og tvístig, tilgangslaust ráp, kapphlaup eftir stundlegu glingri og andlausan kjaftavaðal, í stað þess að beita honum í ákveðnu markmiði til viturlegra hugsana, skynsamlegra framkvæmda og eflingar andlegrar og líkamlegrar heil- brigði. Megnið af kraftinum fer með öðrum orðum út í veður og vind vegna vanþekkingar á lögmálum náttúr- unnar, ills uppeldis og dýrslegra kækja, en vér húkum eftir nervösir og lémagna eins og móðir smalahundar, máttvana gagnvart skráveifum líkama og sálar og hlutun- um í kringum oss. Það er engum vafa undirorpið, að reglulegir Yoga-iðkendur komast margfalt lengra í andleg- um og líkamlegum yfirburðum heldur en vestrænir íþrótta- boltar. Hjartabilun eða nervösitet hefir Yoga aldrei í för með sér. — Eg skal ekki fara nánar út í þessa sálma að svo komnu máli, þótt eg gæti staðfest ummæli mín með fjölda vitnisburða. En eg vil segja í stuttu máli frá því, sem Yoga hefir látið mér í té. Eg geri auðvitað ráð fyrir, að ýmsir beri brigður á vitnisburð minn eða segi að minsta kosti sem svo: Þessu trúi eg ekki fyr en eg tek á því. Það er mannleg náttúra að trúa ekki öðru en því, sem komið er í hefð að trúa. Sannleiksgildi hlutanna er komið undir aldri þeirra. Þorri manna inntekur sannleik- ann í tykt. Aðrir munu láta vitnisburð minn »liggja milli hluta«. Sú hæverska hugsunarörbirgð er eitt af því, sem þykir orðið fínt nú á tímum, til þess að forða sér frá kafhlaupi. Það er eitt af menningar-einkennum þessarar aldar, að drepa titlinga framan í dulrænar staðreyndir úr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.