Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Page 1

Eimreiðin - 01.05.1920, Page 1
EIMREIÐIN] 129 Forfeður mannkynsins og frum- byggjar Evrópu. »Heimur versnandi fer« var orðtak margra hinna eldri manna. Þeir litu smáum aug- um á samtíðarmenn sína og hugðu kynslóðina í afturför. í ungdæmi þeirra var það eitthvað annað, mennirnir stærri, sterkari og ötulli til allra framkvæmda. Svipaðar hugmyndir höfðu margar hinar eldri kynslóðir um for- tíð sína og eimt hefir eftir af þessu fram á vora daga. Menn röktu ættir sínar beint til goðanna, og hugsuðu sér forfeður sína sem afburðamenn að vexti og afli, hug- rakka og ágætustu iþróttum búna og í öllu umfram nú- lifandi menn. Frá þessum glæsilegu mikilmennum, er ríkjum réðu í æfintýralöndum gullaldanna, röktu menn kynþættina norður og niður til nútíðarinnar. Lögmál lífs- ins skyldi vera stöðug aflurför. Vöxtur og vænleiki mink- aði með hverri kynslóð; hugrekki, hetjuandi, dáð og drengskapur var á förum. Sonurinn var föðurnum minni og faðirinn afanum o. s. frv. Fyrir sjónum þessara manna hvíldi ömurleiki og vonleysi yfir framtíð mannkynsins. Lífsskoðun Gyðinga og kristinna manna bætti lítið úr skák. Paradís, bústaður hinna fyrstu manna, var fyrir löngu lokuð eða horfin af jörðunni og mannkynið reik- aði í syndarinnar dimma dal og dauðans skugga, og við- reisnarinnar var fyrst að vænta hinumegin grafarinnar. Frá þvi um miðja 18. öld hafa jarðfræðingar, dýra- fræðingar og fornfræðingar verið að smágrafa undirstöð- 9 Guðm. G. Bárðarson.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.