Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Qupperneq 2

Eimreiðin - 01.05.1920, Qupperneq 2
130 FORFEÐUR MANNKYNSINS lEIMREIÐIJt urnar undan þessari afturfararkenningu gömlu mann- anna. En svo má segja, að Darwin greiddi síðasta höggið- með kenningum sínum um framþróun lifsins á jörðunni1), og þó einkum með bók sinni um ætterni mannsins (Tho descent of man and selection in relation to sex), er út kom 1871. Svo sem kunnugt er, hélt hann því þar franv að mannkynið væri kvistur vaxinn á hinum sama mikla meiði lífsins, er allar aðrar lifandi verur, bæði æðri og lægri, væru við tengdar. Hann benti á, að mennirnir og. hinir æðri apar væru í mörgu svo líkir, að full ástæða væri lil að ætla, að þeir væru sömu ættar, er endur fyrir löngu hefði greinst í tvær (eða fleiri) ættkvíslir. Ættkvísl apanna hefði lagt leið sína um skógana og þroski henn- ar gengið í þá átt að vaxa að líkamlegu afli og fimleika og verða sem hæfust til að klifra um skógarlimið og verjast þeim óvinum, er þar búa. Onnur ættkvíslin, er til mannanna leiddi, beygði inn á aðrar brautir, og þroski hennar miðaði að auknu andlegu atgervi, er öllu öðru reyndist drjrgri. Samkvæmt þessari kenningu Darwins átti mannkynið til lágra að telja. Við stöðuga framþróun þroskaðist af- sprengi þessara umkomulitlu forfeðra vorra stig af stigi og óx að greind og andlegu atgervi uns því marki var náð, að verða herra jarðarinnar, kóróna sköpunarverks- ins, eða hinn vitri maður (Homo sapiens), sem mennirnir hafa látið svo litið að nefna kynþátt sinn. Samfara hin- um andlega þroska breyttist smámsaman hið líkamlegæ sköpulag, höfuðkúpan rýmkaðist og heilinn stækkaði, and- litsfallið breyttist og fékk þann svip, er það nú hefir á mönnum, maðurinn rétti úr sér og fæturnir tóku við öllu göngustarfinu, svo að hendurnar urðu að fullu frjálsar til annara starfa, hann varpaði af sér loðfeldi forfeðranna (sem minjar finnast eftir á vissu þroskastigi fóstursins) og skýldi sér með aðfengnum efnum; tennurnar urðu minni, en nýjar aðferðir fundust til að vinna starf þeirra og matreiða fæðuna (eldurinn o. fl.) o. s. frv. 1) er birtist í hinu nafnkunna riti lians: On tlie origin of species etc., er út kom 1859.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.