Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Qupperneq 3

Eimreiðin - 01.05.1920, Qupperneq 3
EIMREIÐIN) FORFEÐUR MANNKYNSINS 131 Fáar kenningar hafa fram komið á siðari tímum, er vakið hafa jafnmikla gremju og andúð margra manna eins og þessar kenningar Darwins vöktu í fyrstu. Að rekja ætt mannanna, sem höfðu talið sig goðaættar, til dýranna, var meira en lítil goðgá. Nú munu margir telja, að í kenningu þessari hafi falist fagnaðarerindi til mann- anna. Hún kendi, að mannkynið ætti mikið framfara- og þroskaskeið að baki sér og gaf vonir um að það ætti enn ófarinn drjúgan spöl á hinni sömu braut til frekari fullkomnunar og þroska. Var eilthvað bjartara yfir þess- ari lífsskoðun en hnignunartrú gömlu mannanna. Eftir- farandi vísur lýsa betur en margt annað skoðunarmun- inum: Pér flnst pað vera grátlegt, góði vin, ef gömlu trúnni’ um Edens-lif vér töpum, og ljót sú speki’, að manna kristið kyn sé komið út af heimskum, loðnum öpum. Pú segir, alt sé orðið vesalt pá, ef ættargöfgi vorri pannig töpum. Hitt er pó miklu verri sjón að sjá, er synir manna verða’ að heimskum öpum. Þegar bók Darwins um ætterni mannsins kom út, töldu mótstöðumenn hans þessa kenningu hans staðlausu stafi og heimtuðu að hann benti á einhverjar jarðneskar leifar þessara lágættuðu forfeðra vorra, eða minjar eftir milli- liðina milli þeirra og mannanna. Darwin játaði með hóg- værð, að slíkir milliliðir væru enn eigi fundnir, en eigi væri loku skotið fyrir að slíkt kynni síðar að finnast, því að enn væri margt dulið í jarðlögunum. Síðan hafa menn verið að svipast eftir þessum vantandi liðum (»mis- sing links«) milli mannkynsins og hinna sameiginlegu forfeðra manna og apa. Að vísu hefir mönnum ekki orðið mikið ágengt, en það litla, sem fundist hefir, styður þó kenningu Darwins frekar en hitt. Apamaðurinn frá Java. Fyrir tæpum 30 árum (1891—’92) fann frakkneskur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.