Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 10
138
FORFEÐUR MANNKYNSINS
[EIMREIÐIN
Neanderdal-þjóðin. Þjóðir þessar hafa þó um langt skeið
verið samtíða; hafa þá Aurignac-mennirnir líklega búið
syðst í álfunni.
Þess hefir verið til getið, að menn þessir hafi verið af-
sprengi Neanderdal-manna, er skapast hafi við framþróun
þeirra, er á leið jökultímann. Hitt þykir þó sennilegra,
að Aurignac-þjóðflokkurinn hafi átt ætt sína að rekja
austur á bóginn til Asíu, og þaðan hafi hann komið um
miðbik jökultímans ásamt mammútsdýrinu og fleiri dýr-
um, er um það
leyti þokuðust
vestur eftir Ev-
rópu. Það hafa
heldurekkifund-
ist neinir rnilli-
liðir, er sanni
skyldieika milli
þessara þjóð-
llokka. liend-
ingar hafa líka
fengist um það,
að viðskifti þess-
ara þjóða haíi
verið alt annað
en vinsamleg. í
beinahelli i Kro-
atíu hafa fundist bein og fornmenjar eftir Aurignac-menn,
og þar á meðal hafa fundist eldborin bein af Neander-
dalsmönnum og leggir þeirra klofnir til mergjar. Af þessu
má helst ráða, að þjóðflokkar þessir hafi átt í blóðugum
orustum sín á milli, og að Aurignac-mennirnir hafi lagt
sér til munns hold hinna sigruðu óvina sinna.
Yfirburðir Aurignac-mannanna á vígvöllunum hafa má-
ske leitt til þess, að Neanderdalsþjóðin hafi orðið undir i
baráttunni, og hafi þess vegna horfið úr sögunni. Samt
er ekki óhugsandi, að nokkur kynblöndun hafi átt sér
stað milli þjóðfiokkanna, þvi að alllíklegt er, að hinir
■ •V ***. «'
3. mynd.
Höfuðkúpa af Evrópumanni.