Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Síða 15

Eimreiðin - 01.05.1920, Síða 15
EIMREIÐIN] 143 Hnífakaup. Eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson. »Hnífakaup óséð!« »Hnífakaup óséð?« át eg eftir konum spj7rjandi. »Heíirðu aldrei vitað það, Jónki?« »Nei«, svaraði eg og tók hendinni utan um hægri vest- isvasann. Þar geymdi eg hníf- inn minn, og mér þótti ósköp vænt um hann. Það var Leifi í Holti, sem bauð mér að hafa hnífakaup. Holt var þriðji bærinn fyrir utan Hofsá, þar sem eg átti heima. Leifi var um fermingaraldur og tæpum þremur árum eldri en eg. Foreldrar hans voru efnuð og hann einbirni, en eg var elstur af fjórum börnum og voru foreldrar mínir fremur fátækir. Það var komið nokkuð frarn á haustið. Eg var að svipast eftir kindum þegar fundum okkar bar saman á þjóðveginum, en Leifi kom einhverstaðar framan af bæj- um og var að halda heimleiðis. »Þorirðu kannske ekki að hafa hnífakaup?« spurði hann og herti einkennilega á fyrsta' orðinu. Mér fanst búa bæði háð og fyrirlitning í rómnum. Eg roðnaði. Það var eins og hann væri að brigsla mér um hugleysi. »Eg vil fá að sjá þinn hníf«, sagði eg og rétti úr mér, en gat þó ekki orðið eins hár og hann. — Hefði eigi getað það, þótt eg hefði tylt mér á tá. Eg hafði aldrei haft neitt saman að sælda við Leifa, þótt eg væri lionum ofurlítið kunnugur, og einhver grunur Porsteinn P, Porsteinsson.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.