Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Page 22

Eimreiðin - 01.05.1920, Page 22
150 HNÍFAKAUP 1EIMREIÐIN »En eg átti bann þó sjálfur, mamma!« Eg reyndi að horfa framan í hana og segja þetta eins borginmannlega og föng voru á, en fann vel að nú þurfti lítið út af að bera, svo gráturinn bæri eigi hærra hlut. Mamma sá hvað mér leið. Hún klappaði á kinn mína, rétti mér hnífinn aftur og sagði: »Já, þú áttir hann sjálfur, góði minn. En þú átt aldrei neitt sjálfur, ef þú gætir þín ekki betur en þetta. — Mundu eftir því«. Svo gekk hún fram. Eg fleygði hnífnum á gólfið og náði mér í tálguhníf til að borða sviðin með. Til allrar hamingju var pabbi ekki kominn heim, og myndi því ekkert gruna þetta kvöldið. Systkini mín færðu sig aftur að diskum sínum, en gutu til mín hornauga. f*au sáu að ekki var alt með feldu og töluðu ekki til mín. En eg heyrði pískrið í þeim og vissi að það var um ólánshnífinn, sem á gólfinu lá. Þegar við vorum búin að borða, kom það yngsta til mín og tvísté feimnislega frammi fyrir mér, en einblíndi á hnífgarminn á gólfinu. »Hvað viltu?« spurði eg. »Bðói! Má é’ eija ’óda ’nívinn á gó’vinu me’ faddeiju bó’inni?« Eg gaf því hann. Eftir viku var hann týndur. Meir en tveir tugir ára hafa liðið síðan eg hafði hnífa- kaupin fyrstu. Eg man þau enn gleggra en atburðina, sem gerast í dag. Daglega minnist eg þeirra í borgunum nýbygðu vestan- hafs, þegar eg lít yfir landbraskið og vonakaupin — eigna- skiftin miklu. Hvað er það annað en hnífakaup fullorðna félksins? Töfrandi áhættan og laðandi ábatalöngunin sér gull- hnífa gimsteinum setta í vösum óvissunnar: náungans. — Langar að skifta og býður hnifakaup á kutanum sínum, eða eru boðin þau af Leifa í Holti, sem alstaðar er —

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.