Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Page 23

Eimreiðin - 01.05.1920, Page 23
EIMREIÐIN] HNÍFAKAUP 151 oftast að óséðu. Hafa kannske séð á fægðu látúnsbóluna og tekið hana fyrir gersemi. Þá er þeim vorkunn eins og mér. Margir eru að sjálfsögðu hepnari en eg var forðum, en þekki eg þá, sem ekki hafa einu sinni haft bóluna upp úr skiftunum. En alvarlegustu kaupin á æfinni gerir sá, sem skiftir á öllum þeim arfi, er þúsund ár hafa saman dregið til að leggja í skaut honum, fyrir nýsprotnar nýlenduvonir ó- vissunnar. Hann missir meir en aleigu sína. Hann glatar aleigu sinna einnig. — Hann fargar þá eigi einungis úr þjónustu sinni hinum máttuga anda lampans, sem var tannfé, og fær í staðinn náttúrulausan, nýsleginn kopar- lampa, heldur missir hann anda hringsins einnig, en án hans getur hann eigi náð óðulum sínum og arfi aftur að eilífu. Þetta eru óheillakaup. Þau eru gerð blindandi. Þeir, sem þau gera, eru langtum óhepnari en eg var í fyrstu hnífakaupunum mínum.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.