Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Qupperneq 32

Eimreiðin - 01.05.1920, Qupperneq 32
160 í BISKAYAFLÓA |EIMRE1ÐIN sig hefði órað fyrir því, að þeir mundu ná landi og kvað Ófeigur engan efa á því. Varð hann nú hinn vonbesti og tók að telja kjark i félaga sína. Ófeigur var mjög stirður og þjakaður, er hann stóð upp frá stýrinu, skjálfandi og alvotur, þvi að alt af var ágjöf, en alt af hafði hann getað varið bátinn áföllum, og þótti honum furðulegt, hvað báturinn afbar. Bandarikjamaðurinn settist nú undir stýri og fórst vel stjórnin; var þá ekki sem verst veður, og stýrði hann í 6 klukkustundir. Var svo um talað, að þeir skyldi stýra sínar 6 stundir hvor upp frá þvi, Ófeigur og hann. Ófeigur reyndi að hvíla sig og hreyfa til skiftis og að 6 stundum liðnum tekur hann við stjórn, en timburmað- urinn legst fyrir. Líða svo 6 stundir og rís þá timbur- maðurinn upp öðru sinni og er þá hinn hressasti sem áður. Ófeigur legst nú á bekk eða fjöl, sem var yfir loft- kössunum á hléborða, og mun hafa legið þar um tvær stundir og var að festa svefn, en hrökk þá upp við að stórsjór skall á bátinn og var nærri hrokkinn fyrir borð. Hann reis skjótt á fætur og hafði þá timburmaðurinn beitt of mikið upp í. Gekk Ófeigur til hans og var gamli maðurinn þá grátandi og sagðist ekki hafa getað haldið opnum augunum. Settist Ófeigur þá enn undir stýri og stýrði nálega einn upp frá því. Á fjórða sólarhring, í næturbyrjun, fór Finnlendingur sá, er fyrr var nefndur, mjög að ókyrrast og tók að sjá ofsjónir, vita, skip og fleira, og kvarta um fyrir brjósti, en þó var hann manna best búinn, sem fyrr segir. Hann hafði legið frammi í skut, en gekk nú aftur í til stýri- manns og er þá grátandi og með óráði og biður hann að hjálpa sér. Ófeigur segir ekkert við þessu að gera, nema ausa eða reyna að halda á sér hita. Lagðist Finn- lendingurinn þá fyrir með óráði og varð nokkru síðar meðvitundarlaus og andaðist stundu siðar. Var þá liðið undir morgun. Lík kyndarans var þá farið að rotna og fóru skipverj- ar að kvarta yfir því. Tveir menn urðu þá til að hefja það fyrir borð. Það féll á bakið og flaut aftur með bátn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.