Eimreiðin - 01.05.1920, Side 33
EIMREIÐIN]
í BISKAYAFLÓA
161
um með útréttar hendur og sá i bleikt andlilið. Allir
horfðu á eftir líkinu og sló miklum óhug á flesta og
töldu þeir raunir sínar. En Ofeigur varð byrstur við og
skipaði þeim að horfa ekki á líkið. Lögðu þeir svo Finn-
lendinginn þar, sem kyndarinn hafði legið.
Á þriðja sólarhring voru þeir orðnir vatnslausir og
höfðu þó haldið sparlega á; kvöldust þeir ákaflega af
þorsta upp frá því, en alt af höfðu þeir eitthvað til að
seðja hungur sitt.
Afskaplegt hvassviðri gerði á þá á fjórða degi, og reif
nær alt seglið frá ránni að ofan. Þeir höfðu drifakkeri í
bátnum og skutu því út til að halda honum upp í vind-
inn. Var það þó afskaplega hættulegt, meðan báturinn
var að snúast. En akkerið reyndist of létt. Bundu þeir
þá við það blikkfötu og eftir það fór báturinn vel í sjó.
Nú var seglið tekið ofan og leitað að nálum, seglgarni
og seglhönskum og fanst það alt. Ætluðu þeir Ófeigur og
Carlson, hinn sænski, að gera að seglinu, en hendur
þeirra voru þá svo þrútnar af bleytu og kulda, að þeir
komust ekki í seglhanskana og treystust þeir engan veg
að sauma seglið saman, en tóku það ráð að þuma það
saman hér og þar, eftir bestu getu, og að þvi búnu var
það undið upp. Þá var farið að lægja og hékk það uppi
úr því.
Öðru hverju voru skipverjar að barma sér og voru
vonlausir um landtöku. Hallmæltu þeir Ófeigi og töldu að
hann færi villur vegar. Fyrsti vélstjóri var aldraður mað-
ur, líklega vel fimtugur. Hann sat jafnan hjá Ófeigi og
var æðrulaus, þangað til fjórða daginn. Pá segir hann
við Ófeig: »Nú er skipstjóri kominn í land og símar
heim til sín og spyrst þá ekki til mín. Hvar heldurðu að
þetta lendi, stýrimaður? Náum við nokkurn tíma landi?
Erum við ekki alt af að sigla til hafs? Nú eru að dofna
á mér fæturnir og eg afber þetta ekki lengi«.
Ófeigur gaf góðar vonir um að alt færi vel og sagði
þeim þá í fyrsta sinni, að hann væri á leið til Spánar.
Nú hefði þeir siglt á fjórða dag og mundu komast þangað
í fyrsla lagi þá um kvöldið, ella um nótlina, og tóku
11