Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Qupperneq 39

Eimreiðin - 01.05.1920, Qupperneq 39
EIMREIÐIN] í BISKAYAFLÓA 167 Dresden og hafði ætlað að reyna að komast heim, en var kyrrsettur í Gijon. Tvo menn á »Solbakken« hafði dreymt nokkuð fyrir þessum hrakningum, þá Ofeig og 2. vélstjóra. Ófeig dreymdi það, er hann var á leið að vestan, að hann þóttist vera á siglingu á litlum báti. Ekki vissi hann gjörla, hvar það var, fanst það þó helst vera með- fram ströndum Frakklands, en driftin var svo mikil, að hann þóttist koma að öðru landi. þóttist hann þá segja: »Skárri er það afdriftin«, og í því vaknaði hann. Öðru sinni þóttist hann staddur á ókunnugum stað og sjá þar ákaflega mannýgt naut, með járnbenslum um hausinn. Þar stóðu tveir flokkar manna og var hann í öðrum. Hann þóttist að eins með naumindum geta mjak- að sér undan nautinu og sá það renna á hina fylkinguna, og vaknaði í þvi. Annar vélstjóri sagði Ofeigi, að þeim mundi verða sökt og sagði honum draum sinn, er þeir voru á austurleið. Hann þóttist sjá kafbát koma að skipinu og þóttist þá fara í annan skipsbátinn með skipstjóra, en Ófeigur í hinn. Þá þóttist hann fá högg í höfuðið og var draum- urinn ekki lengi. í*etta var berdreymi. Hann fór í bát skipstjóra, þegar »Solbakken« var sökt, og fórst með honum. Pað er enn af Ófeigi að segja, að hann komst á fætur eftir tvo mánuði og fór þá á járnbrautarlest til Bilbao. Tveir félaga hans voru farnir á undan honum. Þar dvald- ist hann um hríð og hitti yfirræðismann Norðmanna. Þar var hann kvaddur fyrir sjódóm og var sjö klukku- stundir að segja sögu sína og þeirra félaga. Litlu síðar réðst hann á norskt skip, fór á því til Englands og síðar til Noregs. Hann var aldrei heill heilsu í þeim ferðum og gekk af skipinu í Noregi, að læknisráði. Þá fýstist hann til íslands, en skip gengu engin af Noregi um þær mundir, því að »Flóru« hafði þá verið sökt skömmu áður, en kafbátahætta var sem mest. En þá frétti hann, að lands- stjórnin hefði keypt »Sterling« og ætti hann að fara til- tekinn dag frá Kaupmannahöfn. Brá hann við og kom
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.