Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Qupperneq 42

Eimreiðin - 01.05.1920, Qupperneq 42
170 GJÁBAKKAHELLIR [EIMREIBIÍÍ Hann er þessara þriggja hella minstur og mældist 53& faðmar að lengd.1) Surtshellir mældist mér 659 faðmar og Víðgelmir fám föðmum lengri. Næstur þessum þrem stærstu hellum að stærð er, sva kunnugt sé, hellir sá er hér skal sagt frá og nefna mætti Gjábakkahelli, því að hann er í Gjábakkahrauni svonefndu og skamt, um hálftíma gang, austur frá bænum að Gjá- bakka í Þingvallasveit. Guðmundur kennari Davíðsson sagði mér fyrstur manna frá honum í lok júnímánaðar, er við fórum austur í þingvalla-nefndinni. Halldór Jónas- son í Hrauntúni hafði sagt honum af honum. Hann hafði einhvern tíma á útmánuðum síðasta vetur farið við ann- an mann, son Hallmundar bónda á Gjábakka, í hellinn,. gengið mjög langt inn eftir honum, engan botn fundið og snúið aftur við svo búið. Nokkru síðar hitti eg Halldór og hét hann að vísa mér á hellinn og fylgja mér inn i hann. Hann kvað bellinn löngu þektan, — sem líklegt er^ því aðalop hans er afarvítt, — en engan hafa rannsakaÁ hann til hlítar, enda yrði því ekki við komið, nema me5 góðu og hentugu Ijósi. Hann sagði að í munnmælum væri haft, að einhverntíma hefði stúlka frá Gjábakka átt a5 hafa gengið inn í hellinn og aldrei komið út úr honum aftur. Sumir segðu þó svo frá, að hún hafi átt að koma fram aftur suður á Reykjanesi og þar væri því hinn end- inn á hellinum. Af þessu kvað hann hellinn nefndan af sumum »Stelpuhelli« nú á dögum. Þriðjudaginn 19. ág. fór eg austur á Þingvöll til þess að athuga búðatóftirnar, ýms örnefni o. fl. þar um slóðir. Næsta dag reið eg upp að Hrauntúni og kvaddi Halldór til hellisgöngunnar. Fórum við til Gjábakka og réðst Hall- mundur bóndi til ferðar með okkur. Við höfðum Ijós- áhöld góð, »King-Storm«-ljósker með bensíni, »calcium- carbid«-ljósáhöld af reiðhjólum, sem eru einkar handhæg ljósáhöld til hellisferða; ennfremur höfðum við kerti. ViÁ fórum fótgangandi austur veginn, »Geysisveginn«, og er við höfðum gengið eftir honum 2—3 km. vikum við út 1) Ekki 508, eins og stendur i skýrslunni i »ísafold«.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.