Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Síða 46

Eimreiðin - 01.05.1920, Síða 46
174 GJÁBAKKAHELLIR [EIMREIÐIN’ um og að eins leyfa mönnum umferð um hann með um- sjónarmanni og þá eðlilega fyrir sanngjarna borgun. Verði rafmagnsleiðsla sett hér um, yrði hentugt að lýsa upp hellinn með rafmagnsljósum, ef menn teldu það svara kostnaði. Ýmsir spyrja um, sem eðlilegt er, hvort nota megi slíka stórhella til nokkurs þarflegs. Helstu örðugleikarnir eru á því, að geta gengið greiðlega um þá. Það yrði örðugt verk og mjög kostnaðarsamt að gera góðan veg um þá, jafnvel þótt það væri ekki annað en mjór gangvegur. Annars mætti nota þá til að geyma í, ef nokkuð væri það, er ella þyrfti að byggja hús yfir í nágrenni við þá. Ekki munu þeir þykja mönnum vistlegir til íbúðar, enda er ekki hentugt að kveikja þar upp eld og gera reyk. Hefðu menn gott rafmagnsljós og nóg rafmagn til hitunar og suðu, mætti þó gera hér hina vistlegustu mannabú- staði. Ög til munu vera margir þeir bæir á landinu, er sumum þykja óvistlegri að dvelja í, jafnvel að sumarlagi, en Gjábakkahellir. Á leiðinni frá þjóðveginum og upp að hellismunnanum, aðalopinu, sáum við gat á hraunsteypunni, sýnilega fram komið á þann hátt, að hvelfing yfir helli, er hér er undir, hafði brotnað sundur. Við sáum niður í helli þennan og leit hann út fyrir að vera mjög víður og hár. Okkur vantaði band til að síga í hann í það sinn og rannsaka hann. Hver vill nú verða fyrstur til þess? M. ?.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.