Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Qupperneq 55

Eimreiðin - 01.05.1920, Qupperneq 55
EIMREIÐIN] BRJÓSTMYND AF JÓNI EIRÍKSSYNI 183 af því, er hann væri að fást við, ef hann kæmi heim til þeirra. Fám dögum síðar heimsótti Ferrini þá Gottskálk og son hans; fór Bertel þá með hann inn í smá-herbergi eitt og sýndi honum þar brjóstlikneski úr leiri, sem hann var að vinna að þá dagana. En hvort sem menn nú vilja fallast á það, að Bertel Thorvaldsen hafi gert brjóstlíkneskið af Jóni Eiríkssyni áður en Jón dó, eða ekki, má þó telja víst, að hann hafi gert það áður en hann lagði af stað til Ítalíu, 30. ágúst 1796. Nú kynni einhverjum að þykja nokkur orð í lýs- ingunni á brjóstlíkneskinu í ævisögu Jóns Eiríkssonar, bls. 99—100 (sjá hér að framan), nefnilega þessi: »hvað andlitið snertir yfrið líkt því hér að ofan nefnda andlits- málverkk, benda til þess, að líkneskið hafi verið gert •eftir málverkinu, þ. e. myndkringlu Óiafs prófessors Olav- sens, sem var gerð 1794, og gæti það þá slaðist timans vegna, ef menn jafnframt vildu álíta, að Bertel hafi gert líkneskið ekki fyr en Ólafur gerði þessa mynd og ekki síðar en hann lagði af stað í suðurförina. En hér að framan var hinu gagnstæða haldið fram, því, að Ólafur hafi gert sína mynd eftir líkneski Bertels. Ólafur hafði aðallega lagt stund á húsagerðarlist á listaháskólanum, en ekki málaralist né myndasmíði. Hann mun þó hafa verið leikinn teiknari og hefir sennilega fengist við að gera fleiri myndir en þessa. Hann var aldavinur Jóns Eiríkssonar, en miklu yngri (26 árum) og hafði þannig góð skilyrði til að geta gert mynd af honum. En það, að mynd hans og líkneski Bertels eru lík, bendir engu síður á, að hún sé gerð eftir því en að það sje gert eftir henni. En þegar um það er að ræða, hvort Bertel hafi 1794 mótað líkneski sitt eftir mynd Ólafs eða Ólafur teiknað mynd sina þá eftir líkneski Bertels, getur varla verið efa- mál, að hið síðarnefnda hljóti að hafa átt sér stað og að hið fyrnefnda sé næsta ólíklegt, og einkum er þess er gætt jafnframt, að Bertel steypti líkneski sitt úr hinu ís- lenska efni, sem Jón »sjálfur hafði látið koma frá íslandi«, eins og tekið var fram áður. Það mun mega telja það öldungis víst, að Ólafur hafi gert vangamynd sina eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.