Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Síða 5

Eimreiðin - 01.07.1920, Síða 5
EIMREIÐIN) PEGAR KONUR FYRIRGEFA — 197 — Eg hélt eg raundi gleðja þig, Reggie. — Líka þegar eg komst að, að það var lygi? Lillie hörfaði óttaslegin undan: — Guð minn góður, hvílíkt orðbragð! Þetta hefir eng- •inn leyft sér að bjóða mér fyr. Þetta eru þakkirnar fyrir að vilja þig. Hvernig dirfistu? Hvernig dirfistu! Hún fleygði sér grátandi fram á borðið. Eg bað hana um að hætta að gráta, svo að pabbi liennar og mamma heyrði það ekki niður í stofuna. — Hvað þú ert huglaus! kjökraði hún. Þau skulu ein- mitt fá að heyra það, þau skulu fá að sjá, hvernig þú ert við mig. Fyrst faðmarðu mig að þér, og svo — ne — -eg hélt ekki þú værir svona útsmoginn! Og hún grét enn ákafara. Eg þaut ráðalaus um gólfið. Hamingjan veit, hvernig ^essu hefði lyktað, ef lítil tilviljun og sívakandi skilning- ur Lillie á því, sem skoplegt er, hefði ekki komið til liðs við mig. Hún leit af tilviljun út um gluggann og gat ekki að sér gert að skellihlæja: Úti á þjóðbrautinni ók sóknarpresturinn á hjólum með blóðrauðan hægindastól á höfðinu. — — — —. Það leið auðvitað ekki mínúta áður en við stóðum uftur í brennheitum faðmlögum. En sá töfrabaugur frið- sældar og örygðar, er hafði lukt um hjónaband okkar, var rofinn. Okkur varð oft sundurorða, og hvort um sig bætti smám saman að láta það á sig fá. Eg veit ekki hvað Lillie hugsaði, en um mig var það svo, að það var óafmáanlega brent inn í vitund mína, að konan mín væri bæði ósannsögul og heimsk. Fegurð hennar tók að ama mér. Fegurð hennar var ekki lengur göfug, þótti mér, þrátt fyrir það, að Lillie var jafnan í samkvæmislífinu jafneftirsótt eins og nýfundin stjarna. Þegar tvö ár voru liðin af hjónabandi okkar, hafði eg loksins fengið fult næði til að starfa. Lillie sá að það mundi okkur báðum hentast. Iðni mín komst aftur i sitt gamla horf, og eg skrifaði að meðaltali tvær stórar bækur um árið. Eg hafði í næsta herbergi við vinnustofu mína dömu, sem vélritaði handritin mín. Fyrir eitthvað hálfu

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.