Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Síða 8

Eimreiðin - 01.07.1920, Síða 8
200 ÞEGAR KONUR FYRIRGEFA — [GIMHGIÐIK þér eruð skj'nsöm. Hvað gerir það svo til, að þér getið ekki tekið þátt í fríðleikssamkepni? — Svo það get eg ekki! svaraði hún og orðin nötruðu á milli tannanna. Svo það get eg ekki? Eg horfði á hana agndofa. — Svo það get eg ekki? endurtók hún í þriðja sinn. Eg er ekki nógu falleg handa yður! Hún þaut eins og hún væri ærð um gólfið, þreif alt sem hún hafði af handritinu og þeytti því framan í mig, á stólana, á gólfið, svo að blöðin fuku eins og skæða- drífa um alt herbergið. u ("•; . — Þér getið sjálfur haft yðar skynbornu samúð. Þetta skal verða yður dýrt spaug! hrópaði hún og rétti upp höndina líkt og við eiðspjall — og rauk út um dyrnar. Þrem mánuðum síðar hafði þessi kvenengill ekki að eins höfðað mál á móti mér fjrrir að hafa beitt hana ljúflingsbrögðum, ekki að eins fengið einn hinn ötulasta lögmann í New York til að flytja málið, heldur — unnið málið! Vegsamað sé land vort og lög! Eg varð fyrir stór- eflis sekt, að vísu. En á hinn bóginn gerbreyttist Lillie við mig. Hún hafði unun af að »fyrirgefa« mér, varð eg var við. Og hún sinti heimilinu tvöfalt betur, þrátt fyrir það, að nú var naumast sá dagur, að hún sæti ekki þolinmóð fáeina tíma úti hjá heyrnarlausri töntu sinni í Brooklyn. Hið eina, sem mér er ofurlítið til ama, ef eg þyrfti skyndilega að ná í Lillie, er að Dorothy tanta hefir engan síma. Guðmundur Kamban.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.