Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Page 10

Eimreiðin - 01.07.1920, Page 10
202 UM ÍSLENSKT VEÐRÁTTCFAR [EIMREIÐINE sem veður versnaði, er oss ljóst, hve tilbreytingarnar geta orðið áhrifamiklar og hert og stælt hugann. Fjárgæsla, ferðalög, öll heimilisverk úti við, sjósókn og yfirleitt öll vor atvinna, er sifeld glíma við veðrið. Hamaskifti þess grípa alstaðar inn í fyrir oss og stjórna athöfnum vorum meira og minna. Stundum léttir það undir með oss, svo vér getum afkastað miklu meiru en vér bjuggumst við, og oss gekk alt að óskum vegna hins hagstæða og fagra veðurlags. En oft getur hitt viljað til, að það leiki oss hörmulega: Auk þess, að langvarandi ótíð og harðæri getur eyðilagt atvinnu vora, stafar oft af snöggum veðra- brigðum hinn mesti háski, bæði á sjó og landi; alt verð- ur einatt í hershöndum á svipstundu. Þetta útistríð gerir hugann svo háðan öllu eðli og háttalagi veðráttunnar, að vér veitum því ekki eftirtekt, eða í það minsta óljóst. Og þó þekkjum vér í raun réttri lítið þau lög, er veðrið er háð. Vér verðum að eins varir við áhrif þess. Hin himneska veðurblíða og töfrandi litbrigði náttúrunnar fylla huga vorn unaði og lotningu fyrir höfundi allra hluta, en hamfarir storms og hríða, sem alt ætla um koll að keyra og ógna oss með hörmungum og heli, færa skapið úr lagi. Oss verður þá stundum á að kenna veðr- inu um; skoða það sem sjálfstæða veru. Bendir margt ógætilegt orð á þetta, t. d. þegar verið er að tala um ískyggilegt útlit lofts eða yfirstandandi óveður: »A.... er ’ann Ijótur núna!« »Þetta er skárra h...... óveðrið!« »Sér eru’ nú hver b..... ósköpin!« og fleira af þessu tæi, ekki fínna. Bendir slikt orðalag á að manni rennur í skap, ekki beinlínis við höfund náttúrunnar, heldur blátt áfram veðrið. í*að fer stundum likt fyrir oss og þjóðsagan leggur karlinum í munn, sem reiddist sólinni, er skein inn til hans í baðstofuna: »Þú gast ekki skinið í gær, b......!« og stakk nærbuxunum sinum upp í gluggann; — hefir fund- ist að henni hefði þá verið nær að vaka yfir, að ekki kæmi ofan í töðuna hjá honum. Ógeðið lét alvarlega á sér bera, þegar rofaði fyrir sólinni, eins og dutlungafullur krakki fer að gráta þegar gengið er eftir honum. Veðráttufarið hefir óafvitandi mikil og djúp áhrif á

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.