Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Side 16

Eimreiðin - 01.07.1920, Side 16
208 EM ÍSLENSKT VEÐRÁTTUFAR (EIMHKIÐINC því að eg leiddist út i að fara að tala um íslenskt veðr- áttufar, finst mér ekki óviðeigandi að taka eitthvert atriðf sérstaklega fj'rir og reyna að útskýra það nánar. Dettur roér þá helst í hug samanburður á veðráttufari tveggja vetra, sem báðir liggja innan minningasviðs þess fólks,. sem komið er hátt á fimtugsaldur eða meir, árin 1880— ’81 og 1917—18. Oft hefir mig undrað gleymska sú og misskilningur,. sem mér finst víða brydda á, jafnvel hjá sumu upplýstu fólki, hve nauða-ófrótt það er um ýmislegt, sem fyrir hefir komið á undanförnum árum, en þá *var í hvers manns munni og töluvert ritað um, til dæmis veðrid. Einkum hefi eg átakanlega rekið mig á þetta, einmitt síðan eg kom til Reykjavíkur, að miðstöð íslenskra fræða og vísinda. Sárafátt fólk virðist gefa veðráttufarinu mikinn gaum, eða að minsta kosti minni en eg átti að venjast áður. Atvinnu margra hér er svo varið, að þeir geta gengið að sínum störfum, oftast óhindraðir, á hverju sen> gengur, enda eru mörg þægindi og útbúningur nú, sem má verja sig með og draga úr áhrifunum, og ekkr þektust áður, en gera menn örugga og skeytingarlitla um veðiið. Að eg kveð þennan dóm upp, kemur að nokkru leyti af þeim misskilningi, er mér virtist koma í Ijós í janúarmánuði 1918, þegar frosthörkurnar ógnuðu oss á ýmsan hátt. Þá fanst mér sumt eldra fóik — hið yngra minnist eg ekki á í þessu sambandi -r- vera ótrúlega farið að gleyma vetrinum 1880—’81, sem nefndur hefir verið »Klaki« og fleirum kuldalegum nöfnum, og fanst mega jafna honum við það veðurlag, sem þá stóð yfir. Að sönnu var janúarmánuður 1918 töluvert kaldari en janú- armánuður 1881, en fannfergjan og veðurhæðin mun hafa verið minni. En að þessum mánuði undanteknum voru hinir mánuðirnir allir, tveir til hvorrar hliðar, miklu kaldari 1880—’81 en tilsvarandi mánuðir 1917—’18. Og marsmánuður 1881 var svo geigvænlega grimmur, að eg veit ekki til að nokkur einn mánuður hafi verið hans jafnoki. Reyndar er ekki hægt að sanna það; til þess vantar allar áreiðanlegar skýrslur honum til samanburðar.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.