Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Qupperneq 29

Eimreiðin - 01.07.1920, Qupperneq 29
EIMREIÐIN] KRÍLOF 221 kínverskt te«. Hinir tveir, er því miður voru báðir læsir, og höfðu gluggað eitthvað í dagblöð, fóru nú að masa um ófriðinn, sem í vændum væri, hvernig hann mundi fara, og hver mundi nú verða yfirhershöfðingi, og spanst út úr þessu löng samræða milli þeirra. þetta var það, sem samferðamaður þeirra hafði ætlast til, því meðan þeir voru að þinga um þetta efni, lauk hann í besta næði kálsúpunni og hafragrautnum. — Það eru víðar en á Rússlandi menn, sem gleyma alveg grautnum sinum, en eru á stöðugu sveimi úti í glóru- lausu stjórnmála-moldviðrinu, svangir og illa haldnir. 2. Fyrirmenn í Rússlandi hafa löngum haft það orð á sér að þeir væru eyðslubelgir miklir. Þá er tómahljóð hefir farið að verða í buddunni hefir það löngum verið vani þeirra að veðsetja stjórninni eignir sínar með áhöfnum, og hafa þá leiguliðarnir fylgt með svo sem annað búfé eða kúgildi. Það eru þessi fjáraflafyrirtæki rússneskra stórmenna sem Krílof er að skopast að í sögunni um frakkann hans Triska. — Það var svo komið fyrir Triska þessum að olnbogarnir voru farnir að standa berir út úr erminni, og urðu ýmsir til að brosa að. Nú voru góð ráð dýr. En Triska hafði líka ráð undir rifi hverju. Hann gerði sér hægt um vik, tók skæri, klipti fulla spannarlengd framan af hvorri ermi, og sletti bótunum á olnbogann; þeir skyldu ekki hafa það til að brosa að, gárungarnir, að olnbogarnir stæðu út úr. En nú voru handleggirnir berir uppeftir öllu, og var nú ekki síður brosað en áður. En Triska var ekki af baki dottinn. Hann hafði bætt olnbogana með ermun- um; nú gerði hann sér litið fyrir og klipti frakkalöfin af og lengdi með þeim ermarnar; var frakkinn þá ekki orð- inn síðari en venjulegur stuttjakki. Á svona Triskafrökk- um hefi eg um dagana séð fjölda manna, segir Krílof. 3. Á Rússlandi hefir drykkjuskapur lengi verið mjög al-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.