Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Page 36

Eimreiðin - 01.07.1920, Page 36
228 KRÍLOF [EIMREIÐIN ljónið sér mjög ant um uppeldi ríkiserfingjans, og var oft og löngum að brjóta heilann um það, hvern það skyldi fá, er hæfur væri og fær um að takast kenslu hans á hendur. Um eitt skeið var það að hugsa um refinn, er frægur var fyrir skarpskygni sína, en hvarf þó fljótt frá því aftur. »Ekkert vit í því að fara að taka refinn; hann er ailra dýra lygnastur, og lygarinn kemur öllum, sem við hann skifta, í einhvern bobba. Það er ekki samboðið ríkiserfingja að iæra lygi«. Svo fór það að hugsa um moldvörpuna; hún hefir á sér besta orð fyrir röð og reglu og stjórnsemi í sínum verkahring; en því miður er hún afskaplega nærsýn, og má rétt teljast sjónlaus. »Eflaust kann moldvarpan margt, sem kemur að bestu notum 1 hennar eigin holu«, hugs- aði ljónið, en þar með er ekki sagt, að sú kunnátta eigi við eða sé fullnægjandi í víðlendu ríki. Þá datt ljóninu tígrisdýrið í hug; þar vantaði ekki styrkleikann, hreystina og herkænskuna; en aftur var hjá því enginn snefill af stjórnmálaþekkingu eða vit á löggjöf og borgaralegum málum. Það gat því ekki komið til mála að trúa því fyrir kenslu og uppeldi á þjóðhöfðingja. Kon- ungur þarf að vera þrent í einu: dómari, ráðgjafi og hers- höfðingi. Sjálfsagt er tígrisdýrinu sýnna um það en flest- um öðrum að leggja óvini sína að velli, merja þá og mylja sundur, en þá eru líka upp taldir kostir þess sem fræðara; það var því ekki viðlit að hugsa um það sem kennara. Og svo fór og um hin önnur dýr; ekkert þeirra gat Ijónið notað til kenslunnar, ekki einu sinni fílinn, sem þó er talinn einn aðalspekingur skógarins. Loksins bauðst örninn til að takast hið vandamikla embætti á hendur. Þáði konungur dýranna þetta fegin- samlega, og fékk nú erninum son sinn til fósturs og fræðslu. Liðu svo nokkur ár. Við og við var ljónið að grenslast eftir hvernig námið gengi, og luku allir upp einum munni, að framfarirnar væru með afbrigðum. Sér- staklega varð fuglunum skrafdrjúgt um gáfur og lærdóm nemandans. Loks var ríkiserfinginn sóttur í verið og fluttur heim

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.