Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Síða 46

Eimreiðin - 01.07.1920, Síða 46
238 UTAN ÚR HEIMI [EIMREIÐIÍf sundur og dragist saman í stærri sjálfstæð tungl. Væri fróðlegt að horfa á þessa sögu gerast, en til þess mundi þurfa margar kynslóðir. Heimur Satúrnusar hlýlur að vera allglæsilegur, þar sem þessi svipmikla pláneta geysist áfram með hringa sína og 10 tungl að auki. Einkum hlyti að vera stórfeng- leg sjón að sjá, af sjónarhól á Satúrnusi sjálfum, hring- ana gnæfa við himin upp úr skýjahafinu, er jafnan lykur um hnöttinn (sjá 4. mynd), og eins hlýtur það að vera glæsileg sjón og mikilfengleg fyrir tunglbúana, ef einhverir eru, að sjá gamla jöfur með megingjarðir gægjast upp- fyrir sjóndeildarhringinn (sbr. 3. mynd). Á 1. mynd sést skáhalt á hringana, en á 2. beint á rönd þeirra. Töfratrú og galdraofsóknir. Eftir Magnús Jónsson. Galdraofsóknir og endalok þeirra. þegar góðmenskan svo ekki gilti, þá byrjaði »stranga yfirheyAlanw, pyndingarnar. »Pinubekkurinn« er upprunninn í Austurlöndum. í Róma- borg var hann notaður nokkuð við þræla, því talið var að þeir gætu ekki sagt satt nema þeir væru kvaldir. En verulega algengur verður hann fyrst á síðari hluta mið- aldanna, þegar rannsóknardómstólarnir taka að starfar einkum á Spáni. Pyndingar voru ekki neitt sérstakt fyrir kirkjuna eða galdramálin. Þær voru liður í réttarfarinu alment. En þó mun mega telja það víst, að þeim hafi ekki verið beitt með slíkri heift gegn öðrum en galdra- mönnum. Upphafiega, meðan kirkjan hafði galdramálin með hönd- um, var engin regla fyrir pyndingunum. Hver dómari fór þá eftir eigin höfði, og voru aðferðirnar þá næsta mis- jafnar. En þegar ríkið kom til skjalanna var meiri reglu

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.