Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Qupperneq 64

Eimreiðin - 01.07.1920, Qupperneq 64
356 FRESKÓ [EIMREIÐIN leitt. Cabanel var mikill meistari, en eg veit ekki til þess að eg stæli hann eða nokkurn annan. Eg mála það, sem eg sé og eins og eg sé það, og ef eg hefi einhverja, sem eg tek mér til fyrirmyndar þá leita eg lengra aftur en til Cabanels, alla leið fram til Feneyja á 15. öldinni. Greifinnan er ljúf og lítillát í umgengni. Já, hún er bein- línis góð í minn garð, og eg hefi orðið þess var, að það vekur hneyksli og mótspyrnu frá fólki hennar. Þegar myndin er búin ætlar hún strax að fara eitthvað suður, á skipi sem hún á sjálf, og þá geng eg einn gegn löngum og dimmum vetri. Nú jæja, að eins að ekki verði svo dimt, að eg verði að hætta vinnu. Eg fer á fætur í birtingu á degi hverjum og vinn að freskómyndunum. Eg vil fyrir engan mun að hún haldi, að eg fari mér hægt við verk mitt til þess að lengja í veru minni hér, af því að eg á hér svo gott. Ef veðrið verður gott vonast eg til þess að verða búinn um páska. Eg vona að hún komi ekki heim fyrir þann tíma, því að þegar hún kemur sunn- an að ætlar hún að setjast að í höll sinni í London, án þe^s að koma heim fyrst. Hún spurði mig í morgun alt í einu upp úr eins manns hljóði, hvort mig langaði ekki til þess að vera í Róm í vetur. Hún sagði, að eg skyldi alls ekki binda mig við það að lúka við danssalinn í bráð, ef eg vildi annað heldur, t. d. ef eg kynni betur við, vegna heilsu minnar og vanans, að vera þar, sem hlýrra væri að vetrinum — svo stansaði hún alt í einu og leit til mín og eg skildi hana ekki upp á víst, en eg fann hvernig blóðið fossaði brennandi heitt upp í vangana á mér, því að eg vissi með sjálfum mér, að eg átti ekki fyrir farinu til Róma- borgar. Eg lét alt sem eg átti í ferðakostnaðinn hingað og fyrir litina, en eg dæi heldur en játa það fyrir henni. Þegar eg heyri þetta fólk tala um það, að fara hingað og fara þangað, og þegar eg svo sé fuglana fljúga þangað, sem hugur þeirra girnist, þá finn eg að fátækur maður er eins og vængjalaus fugl, eins og veslings jarðbundni Ijóti Kívíinn, sem náttúran sýnist hafa klakið út í háði. [Frh.]
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.