Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 2
2
f*orv. Thoroddsen
og glaðnar jafnfljótt aftur. Pær eru með sama eðli og
stjarnan Algol; eftir 2 daga og 14 stundir deyfist hún
á 3Va klukkustund og glæðist aftur á 3x/s stundu og
hefur stjarnan stöðugt og óskeikandi fylgt þessari reglu í
meira en hundrað ár síðan farið var að veita henni eftir-
tekt. Petta orsakast af stórum dimmum förunauti, sem
hringsnýst kringum sömu þungamiðju. Alls hafa 10
breytilegar stjörnur fundist með Algolsniði, og er öll á-
stæða til að halda, að þar standi líkt á, að hin reglulega
birtubreyting þeirra stafi af stórum reikistjörnum, sem
fara í kringum þær eða eru þeim samferða. Pessi sól-
kerfi öll hljóta því að vera töluvert ólík voru sólkerfi,
þar sem ein eða fáar reikistjörnur eru svo gífurlega stór-
ar, að þær geta skygt á sólina og dregið svo mjög úr
birtu hennar. Engin pláneta í voru sólkerfi er svo stór,
að hún í svo miklum fjarska gæti dregið úr birtu sólar
svo nokkru munaði. Meginþorrinn af sólkerfunum mun
vera svipaður voru sólkerfi, risavaxnar jarðstjörnur munu
óvíða vera til og því eru stjörnur með Algols eðli fá-
gætar. Ljósaskiftin á þessum stjörnum eru mismunandi,
bæði að styrkleika og tímalengd. Stjarnan W í Höfr-
ungsmerki, 9. stærðar, er með fullri birtu í rúma 4 daga,
en svo dimmir yfir hana 10 klukkustundir. í þeirri
myrkvan fellur ljósmagn hennar eftir 2 stundir niður í 12.
flokk, og svo hverfur stjarnan alveg meðan hæst stendur,
en nær reglulegri, fullri birtu jafnan aftur eftir 10 deyfðar-
og myrkvastundir. Fljótust eru ljósaskiftin á stjörnunni
U í Naðurvaldi, 15 stundir er hún björt og 5 stundir
myrkvuð. Umferðartími hinna stóru, dimmu fjelagsstjarna
eða pláneta í þessum Algol-sólkerfum er mjög stuttur, af
því pláneturnar eru svo stórar og nærri sólunni, að um-
ferðarbaugur þeirra er stuttur og ferðin mikil. Allar
stjörnur af þessum flokki eru hvítar eða gulhvítar, engin
þeirra er rauð. Ear sem svo stórir hnettir eru svo ná-