Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 6
6
I’orv. Thoroddsen
grein fyrir, svo tala breytilegra stjarna, sem menn þekkja
eitthvað til, mun nú vera orðin yfir 4000.
I’að hefur alloft borið við, að bjartar stjörnur hafa
komið skyndilega í ljós á himninum, þar sem þeirra var
engin von, og hafa svo horfið aftur. Nafnfrægust af
þessum stjörnum er hin nýja stjarna, er Tycho Brahe fann
11. nóvember 1572 í merkinu Cassiopeia, sem kallað
hefur verið Maríurokkur á íslandi; hún blossaði upp alt í
einu og varð hin lang-bjartasta stjarna á himninum. Pessi
nýja stjarna var í fyrstu eins björt og Hundastjarnan, en
óx svo, að hún skein skærra en Jupiter og Venus, þegar
þau eru sem björtust, og sást um daga; hjelst hún svo
um tíma, en í marzmánuöi næsta ár, 4 mánuðum síðar,
var hún farin að dofna, en var þó enn stjarna í fyrstu
röð. Stjarnan tók litaskiftum, var fyrst tindrandi hvít,
svo gulleit, síðan rauð og seinast fölleit; í maímánuði
1573 var hún komin niður í 2. eða 3. röð, í nóvember
s. á. var hún varla sýnileg og var algjörlega horfin í
marz 1574; stjarnan sást þannig alls í 16 mánuði. Kín-
verskir annálar geta alloft um nýjar stjörnur, meðal ann-
ars 134 f. Kr., og halda menn, að það sje sú stjarna,
sem að sögn Pliniusar varð til þess, að Hipparkos samdi
stjörnuskrá sína, til þess menn síðar meir gætu sjeð,
hvort slíkar nýjar stjörnur kæmu oft fram á himninum.
Ný stjarna, sem Kínverjar athuguðu 173 e. Kr., sást í
8 mánuði og breytti litum, var fyrst hvít, svo blá, gul,
rauð og svört. Á Vesturlöndum geta annálar einnig um
nýjar stjörnur 827, 945, 1245 og 1264, en lítil líkindi eru
til, að þær standi í nokkru sambandi við stjörnu Tycho
Brahe’s. Á 17. öld sáust 4 nýjar stjörnur, en engin á
18. öld, allmargar hafa sjest á 19. öld og framan af
hinni 20., en nú eru tækin betri, til að athuga þær, sem
smáar eru. Ný stjarna, sem fyrst sást árið 1600, hafði
fyrst ljósstyrk í 3. röð, en var svo að ramba fram og