Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 7
Heimur og geimur
7
aftur meö óreglulegum tímabilum mörg ár, 1621 var hún
orðin ósýnileg eða komin niður í 6. eða 7. röð, 165,5
hafði ljósmagn hennar aftur aukist upp í 3. flokk, svo
dofnaði hún og skírðist svo aftur snöggvast, unz hún
sama ár hvarf niður í 6. flokk, hefur haldist þar óbreytt
síðan og er nú kölluð 34 í Álftarmerki.
Á seinni hluta 19. aldar hafa menn haft ágætt verk-
færi til þess að rannsaka slíkar stjörnur, síðan spektró-
skópið kom til sögunnar, svo menn hafa getað mjög ná-
kvæmlega rannsakað eðli þeirra hinna nýju stjarna, sem
síðan hafa sjest, t. d. á árunum 1876, 1885, 1892, 1893
og 1901. Nýja stjarnan, sem sást í Álftarmerki 1876, var
rauðleit, 3.—4. stærðar, og var lengi að dofna, í október
1877 var hún komin niður í 10. röð, í febrúar 1878 var
hún komin niður fyrir 11. röð, og eftir það hvarf hún.
Ljósrannsóknir á þessari stjörnu sýndu, að hún var sam-
sett af glóandi gufum, svipuðum þeim, sem eru efst í
lofthvolfi sólar og í þokustjörnum. Ný stjarna sást í
Andromedu-þoku 17. ágúst 1885, með 6. stærð, hún var
smátt og smátt að minka, var í janúarmánuði 1886 kom-
in niður í 12. flokk og hvarf svo alveg. Ljósband þess-
arar stjörnu var frábrugðið hinum stjörnunum, það var
samanhangandi regnbogaband með engum rákum, hvorki
dimmum nje lituðum. Hinar fyrri stjörnur þessa flokks
höfðu sýnt öll einkenni afarheitrar gufu, en hjer sýndi
ljósbandið fastan líkama. Hyggja menn helzt, að hjer
hafi sá atburður orðið, að litill hnöttur hafi allóþyrmilega
rekist á stærri hnött, svo skel hans rifnaði og gubbaðist
út eldleðja úr innyflum þess hnattar aðeins, en á hinum
stjörnunum hefur árekstur tveggja stórra hnatta verið svo
ákaflega harður, að báðir breyttust í gufu. í desember-
mánuði 1891 sást í Ökumanni ný stjarna, sem hvarf í
aprílmánuði næsta ár, en svo kom hún aftur í ljós í
ágústmánuði 1892 og var þá orðin að lítilli þokustjörnu.