Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 8

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 8
s f orv. Thoroddsen í litsjánni tókst mönnum mjög vel að fylgja myndun og umbreytingu þessarar nýju stjörnu; kom það þá í ljós af afstöðu rákanna í ljósbandinu og hreyfingum þeirra, að hjer rákust í byrjun tveir hnettir á með afarmiklum hraða (900 km. á sekúndu), og varð skellurinn svo mik- ill, er þeir komu saman, að báðir hnettirnir urðu að ofsa- heitri gufu, sem dreifðist út í geiminn, en dróst svo saman aftur t þokuhnött. Vegel stjörnufræðingur í Pots- dam hugsaði sjer þenna atburð svo, að aðvífandi hnöttur, sem losnaður var úr samhengi við aðra hnetti, hefði alt í einu brotist inn í sólkerfi og tvístrað því í agnir, en aðrir stjörnufræðingar halda það hafi eigi verið vanalegur harður hnöttur, er aðsóknina gerði, heldur þokuhnöttur, en afdrifin urðu hin sömu. í febrúarmánuði 1901 kom fram ný björt stjarna í Perseus-merki, og hefur alt eðli hennar verið einna nákvæmast rannsakað. Pegar stjarna þessi sást fyrst, um morguninn 22. febrúar, var stærð hennar í 3. röð, daginn eftir var hún orðin svo björt, að hún tók öllum stjörnum fram nema Sirius, og hjelst birta hennar í x. röð í þrjá daga, en úr því fór henni að hnigna, og 18. marz var hún komin niður í 4. röð; síðan breyttist ljósmagnið með köflum til 22. júní, en deyfðist þó jafn- framt; 23. júní var stjarnan komin niður í 6. röð, í októ- ber í 7., í febrúar 1902 í 9. og í desember 1902 í 11. flokk, síðan hefur hún fallið niður í 12. röð. Á ljós- myndaplötu, sem tekin var af Perseus-merki 28 stundum áður en stjarnan fyrst sást með berum augum, var hún alls ekki sýnileg, þó myndin tæki allar stjörnur til 12. raðar. Ljósmagn hinnar nýju stjörnu hefur þá á þessum stutta tíma að minsta kosti aukist 5000 sinnum. Meðan stjarnan skein bjartast, var hún tindrandi bláhvít, fjekk síðan gulan bjarma og rauðan í marz, en þegar breyt- ingarnar voru á ljósmagni hennar, var hún ýmist hvítgul eða rauðleit, að síðustu breyttist liturinn aftur og varð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.