Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 8
s
f orv. Thoroddsen
í litsjánni tókst mönnum mjög vel að fylgja myndun og
umbreytingu þessarar nýju stjörnu; kom það þá í ljós
af afstöðu rákanna í ljósbandinu og hreyfingum þeirra,
að hjer rákust í byrjun tveir hnettir á með afarmiklum
hraða (900 km. á sekúndu), og varð skellurinn svo mik-
ill, er þeir komu saman, að báðir hnettirnir urðu að ofsa-
heitri gufu, sem dreifðist út í geiminn, en dróst svo
saman aftur t þokuhnött. Vegel stjörnufræðingur í Pots-
dam hugsaði sjer þenna atburð svo, að aðvífandi hnöttur,
sem losnaður var úr samhengi við aðra hnetti, hefði alt í
einu brotist inn í sólkerfi og tvístrað því í agnir, en
aðrir stjörnufræðingar halda það hafi eigi verið vanalegur
harður hnöttur, er aðsóknina gerði, heldur þokuhnöttur,
en afdrifin urðu hin sömu. í febrúarmánuði 1901 kom
fram ný björt stjarna í Perseus-merki, og hefur alt eðli
hennar verið einna nákvæmast rannsakað. Pegar stjarna
þessi sást fyrst, um morguninn 22. febrúar, var stærð
hennar í 3. röð, daginn eftir var hún orðin svo björt, að
hún tók öllum stjörnum fram nema Sirius, og hjelst birta
hennar í x. röð í þrjá daga, en úr því fór henni að hnigna,
og 18. marz var hún komin niður í 4. röð; síðan breyttist
ljósmagnið með köflum til 22. júní, en deyfðist þó jafn-
framt; 23. júní var stjarnan komin niður í 6. röð, í októ-
ber í 7., í febrúar 1902 í 9. og í desember 1902 í 11.
flokk, síðan hefur hún fallið niður í 12. röð. Á ljós-
myndaplötu, sem tekin var af Perseus-merki 28 stundum
áður en stjarnan fyrst sást með berum augum, var hún
alls ekki sýnileg, þó myndin tæki allar stjörnur til 12.
raðar. Ljósmagn hinnar nýju stjörnu hefur þá á þessum
stutta tíma að minsta kosti aukist 5000 sinnum. Meðan
stjarnan skein bjartast, var hún tindrandi bláhvít, fjekk
síðan gulan bjarma og rauðan í marz, en þegar breyt-
ingarnar voru á ljósmagni hennar, var hún ýmist hvítgul
eða rauðleit, að síðustu breyttist liturinn aftur og varð