Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 10
IO
í’orv. Tlioroddsen
hafði sami blettur himins verið ljósmyndaður og þá var
þar engin stjarna og þó sýndi myndin allar stjörnur nið-
ur í ii. röð; samt þykjast menn síðar hafa komist að
því, að stjarnan muni hafa verið til, áður en þessi at-
burður gerðist, en mjög dauf og lítil, í 15. röð. Hinn
14. marz var stjarnan björtust, en komst þó ekki mikið
upp úr 4. flokki, eftir það fór hún óðum að dofna og
var í miðjum maí komin niður í 7. röð. Litur stjörnunn-
ar var töluvert breytilegur, oft grænn, stundum rauðleit-
ur. 'Litrákaband þessarar nýju stjörnu sýndi, auk vatns-
efnis, sem oft gaus upp með miklu afli, helium, járn, tit-
an, kalk óg ýms önnur efni, sem til eru í sólinni, en
merkilegast var, að vísindamenn í Bonn við Rín fundu
þar líka uranium, radium og radium-emanation, sem
aldrei höfðu fundist áður í nýjum stjörnum. Hjer var öll
röðin af efnaframþróun þeirri, sem vísindamenn á seinni
árum hafa svo ötult rannsakað, breyting frá uran til hel-
ium gegnum radium; hjer á jörðu tekur sú breyting lang-
an tíma, en hinar ógurlegu sprengingar breyta líklega
efna- og orkusniðinu fljótar en hjer á jörðu.
Pað er auðsjeð af því, sem nú hefur verið greint, að
hinar nýju stjörnur, sem skyndilega koma í ljós á himn-
inum, flytja boð um mikla viðburði, stórar umbyltingar
og oftast líklega um heimsendi í öðrum sólkerfum. Ef
slíkt bæri að í voru sólkerfi, mundi alt lifandi á jörðunni
slokkna út á einu augnabliki. Pað er ekkert efamál, að
samrekstur tveggja hnatta í himingeimnum gerir enda á
allri lifandi tilveru í því sólkerfi, er fyrir slíku verður; þar
er kominn heimsendir, Surtarlogi og sundurdeiling allra
efna. En þau geta svo eftir miljónir ára sameinast aftur
og myndað nýtt sólkerfi með nýrri tilveru dýra og jurta
og mannlífi, ef þess er kostur. Vel getur verið, að það
sje ekki altaf aðkomandi hnöttur, er slysinu veldur, það
má vel vera, að stórhópar af vígahnöttum geysist inn