Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 15
Heimur og geimur
15
Sem þá mest er síldum af
í söltum þorskalautum,
alt eins morar uppheimshaf
ótal vetrarbrautum.
Nú munu fáir stjörnufræðingar vera á þessari skoðun;
menn ætla nú, að stjörnuþyrpingar og þokustjörnur sjeu
hlutar af vorum alheimi, en geti alls ekki talist heimar út
af fyrir sig. Pó er enn langt frá því, að hægt hafi verið
að komast að því með vissu, hvernig þeim er niðurraðað
í geimnum, eða hvort niðurskipun þeirra er lögum bund-
in. W. Herschel hafði þegar tekið eftir því, að stjörnu-
þokurnar hnappast helzt saman um möndulsvæði vetrar-
brautar; margar daufar og þunnar þokur virðast forðast
vetrarbrautina sjálfa, en halda til á útjöðrum hennar, en
jarðþokur (planetariske Taager) eru flestar nátengdar henni;
sumstaðar eru sjálfstæð þokusöfn, t. d. í Kapskýjum á
suðurhimni og í Andromedu og Perseus á norðurhvolfi.
Pokustjörnurnar eru eins og aðrir himinhnettir líka á ferð
í geimnum, með rannsókn ljósráka hefur tekist að mæla
ferð sumra þeirra, Orionsþokan kvað hafa 18 km. hraðn,
ýmsar jarðþokur fara 27 km. á sekúndu og hjá nokkrum
þokum þykjast menn jafnvel hafa fundið 40—60 km. hreyf-
ingu á sekúndu.
* Eins og vjer gátum fyr, hefur stjarnfræðingum með
ljósrannsóknum tekist að sanna, að efnið í þokustjörnun-
um er í mjög þunnu loft- eða gufuformi, að þær eru í
raun rjettri þokuhnoðrar í hinum ómælanlega geimi. Eó
halda menn ekki, að gufur þessar sjeu allar glóandi,
menn hugsa sjer jafnvel, að allmargar þokustjörnur muni
vera kaldar, en sendi frá sjer ljósbjarma af rafmagns-
leiftrunum; mjög þyntar lofttegundir hafa það eðli, að
lýsa jafnan, hvernig sem hitastig þeirra annars er. Birta
sú, sem þokustjörnur senda frá sjer, er mjög mismunandi,
sjaldan mikil, oftar fremur dauf. Sjest hafa ýmsar breyti-