Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 17
Heimur og geiniur
17
þokumyndana hlýtur að vera afarþunt, og ljósmyndir hafa
sumstaðar sýnt dauflýsandi þokublæjur, sem ná yfir heil
stjörnumerki á himninum; hefur því sumum dottið í hug,
að hjer sæist hinn fyrsti samdráttur og þyknun alheims-
efnisins, sem væri undirstaða alls annars efnis, en þetta
er nú reyndar að eins hugarburður, sem eigi er hægt að
færa neina sönnun á.
Lögun og útlit þokustjarna er mjög margvíslegt og
breytilegt, sumar eru reglulega hnöttóttar eða aflangar,
aðrar hringlagaðar eða í hvirfingum og sveipum, sumar
líkjast sundurtættum skýjaslæðum. f*ess verður og að
geta, að útlit þoknanna er mjög mismunandi, eftir því,
hvernig þær horfa við, eða hve stækkun sjónpípunnar er
mikil, og sjaldan fæst áreiðanleg mynd þeirra nema á
ljósmyndum, sem teknar hafa verið á löngum tíma. f*ær
þokur, sem eru hnöttóttar eða sýnast kringlulagaðar, eru
kallaðar plánetuþokur eða jarðþokur, af því þær í sjón-
pípum líkjast plánetukringlum, þó eru sumar þeirra svo
smáar og fjarlægar, að engin kringla sjest, en eðli þeirra
hefur þá uppgötvast með litsjánum. Jarðþokur þessar eru
töluvert algengar, sumar eru allskírar og randhvassar, aðr-
ar eru daufari á röndum og trosnaðar, en þykkri og skír-
ari í miðju, stundum er miðjan gljáandi og stundum situr
þar fullgild stjarna, eins og kjarni innan í þykninu. Pað
kemur líka fyrir, að 2 eða 3 stjörnur eru innan í slíkri
jarðþoku, eða jafnvel heil stjörnuþyrping. Hringþokurnar
eru mjög sjaldgæfar og einkennilegar og oft á takmörk-
um við sveipþokur, hin frægasta þeirra er hringþokan í
Hörpunni, nokkuð fyrir neðan Blástjörnuna. í sjónpípum
virðist þoka þessi vera glöggur og reglulegur sporöskju-
baugur með tómu rúmi í miðjunni, en ljósmyndavjelin
hefur breytt skoðunum manna um þoku þessa, það hefur
sýnt sig, að þokan er í raun rjettri hnöttótt og ekkert op
í miðju, og þar er einmitt stór stjarna; efnið í miðjunni