Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 18
IJörv. Thoroddsen
sendir að eins frá sjer ultra-fjólubláa geisla, sem eru ó-
sýnilegir fyrir mannlegt auga, en hafa áhrif á ljósmynda-
plötuna; einnig hafa í þoku þessari fundist yfir 800 efn-
ishnoðrar, líklega byrjun að efnissamdrætti, sem stjörnu-
hópur myndast síðan af. Nýlega hefur fjarlægð mið-
stjörnunnar í þoku þessari verið nokkurn veginn ákveðin
og kvað vera 32 ljósár; stjarnan er ákaflega heit, hefur
samanhangandi ljósband, bjartast í bláa endann. Dreifð-
ar þokur, eins og þunnar slæður í geimnum, eru algengar
í Sjöstirninu, halda sumir það sjeu leifar af þokustjörnum,
sem að mestu leyti hafi þjettst og eru orðnar að stjörnu-
klösum, en nokkrar drefjar orðið eftir. Sumstaðar eru
þokur í löngum ræmum, sumstaðar eru þyrpingar af sjálf-
stæðum þokum; til eru líka tvíþokur, sem hreyfast um
hina sömu þungamiðju eins og tvístirni.
Af stóru þokunum eru einna alkunnastar Andromedu-
þokan og Orions-þokan, sem báðar má sjá með berum
augum, þegar vel er heiðskírt. Andromedu-þokan virðist
vera ílöng og spólumynduð og þjettari í miðjunni en til
randanna, gegnum hana sjest fjöldi af smástjörnum, sem
líklega flestar bera í hana, en eru henni ekki áhangandi.
Nánari rannsókn hefur sýnt, að þokukerfi þetta er mjög
víðáttumikið og samsett af mörgum lögum og hvirfingum.
Orions-þokan er nálægt stjörnum þeim, sem íslendingar
nefna Fjósakarla; þar er líka afarstór þokuheimur, sam-
settur af alskonar lýsandi skýjum og hnúðum með dimm-
um rákum og böndum í ýmsar áttir og drögum til hvirf-
inga og sveipa. í Orions-þoku er merkileg margföld
stjarna, sem kölluð er Peta Orionis, það eru 6 stjörnur í
einni hvirfingu, svo nálægar hver annari, að ekki er hægt
að greina þær sundur nema í sjónpípu, þær eru engu
minni en vor sól, hver um sig, en snúast þó um hina
sömu þungamiðju. Orions-þokan hefur ekki glögg tak-
mörk, er björtust um miðjuna með einkennilegum fölleit-