Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 21
Heimur og geimur
21
um, sem hún verður fyrir, og af myrkvunum af dustskýj-
um og vígahnöttum. Margar svipaðar stjörnur eru algeng-
ar í þjettum stjörnuþyrpingum og þokum.
Eins og vjer höfum sjeð, hafa rannsóknir seinni tíma
leitt í ljós, að þokuhnettir og stjörnuþyrpingar eða stjörnu-
klasar er mjög nátengt hvað öðru. Mikil líkindi eru til,
að hópar af þjettsettum stjörnum sjeu til orðnir í þoku-
fúlgum þeim, sem eru svo algengar í geimnum. Áður
höfum vjer drepið á, að samrekstur dimmra hnatta stund-
um muni vera orsök til myndunar nýrrar þoku, en stjörnu-
spekingar ætla einnig, að fjöldi af frumþokum hafi mynd-
ast beinlínis af samdrætti efna í geimnum, en hvaðan efni
þessi eru upprunnin og hvort þau geta á einhvern dular-
fullan hátt myndast úr ljósvakanum, það er hulin ráðgáta.
Eað sjá menn, að þunnar og dreifðar gufur dragast sam-
an og þjettast og verða að afarstórum gufu- eða þoku-
hnöttum, sem snúast um möndul sinn, oft með miklum
sveipum og hvirfingum, sjerstaklega þegar aðkomuhnettir
hafa flýtt fyrir snúningi þeirra. Smátt og smátt dragast
efnin saman og hnöttur myndast í miðri þokunni, sem
loks verður að lýsandi stjörnu, eða margir hnoðrar mynd-
ast hjer og hvar í hinum ómælanlega gufumekki og verð-
ur hver þeirra miðdepill, sem efnið sækir að og safnast
að, og skapast þannig margar nálægar stjörnur í einum
klasa eða þyrpingu. fessir miðdeplar eru í fyrstu eim-
hnettir, töluvert þjettari en umhverfið, en er þeir dragast
saman, hraða þeir snúningi sínum og mynda hringi og
sveipi kringum sig, en úr þeim myndast svo aðrir enn
smærri hnettir. Pannig hugsa menn sjer, að í risavaxinni
þokufúlgu, sem altaf dregur að sjer efni úr geimnum í
kring, geti myndast fjöldi af sólkerfum, en sköpun þeirra
stendur eðlilega yfir í margar miljónir alda. Stjörnuklas-
arnir hafa þannig að ætlun manna myndast af samdrætti
efnanna í stórum þokuhnöttum eða þokusveipum. Með