Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Qupperneq 30
3°
IJorv. Thoroddsei
sviðum, fullyrða, að tala stjarna muni ekki fara fram úr
hundrað miljónum.
4. Geimurinn.
Hvað er nú geimurinn eða rúmið, sem alt hreyfist
og lifir í. Pað er hægt að spyrja, en örðugt að svara.
Undir eins og mannsandinti fer að hugsa alvarlega um
geiminn og reynir að skilja hann og skynja, kemst hann
í ógöngur; flest, sem þar að lýtur, er á takmörkum mann-
legrar skynsemi eða fyrir utan hana. Petta er í sjálfu
sjer ekki undarlegt, því öll mannleg þekking og öll vís-
indi eru grundvölluð á raunsæjum, en þó óskiljanlegum
hugtökum, og sýnir það meðal annars, að grundvöllur
tilverunnar hlýtur að vera alt annar en það, sem oss er
hugsanlegt, vjer erum bundnir við hið holdlega tilveru-
form, og komumst ekki út fyrir það, meðan vjer erum í
holdinu. Vjer höfum í greinunum hjer á undan oft talað
um fjarlægðirnar í geimnum, milli hinna einstöku himin-
hnatta, þær eru svo miklar, að þær eru varla skynjan-
legar, þó fer mjög fjarri því, að þær sjeu óendanlegar,
en rúmið hugsum vjer oss án upphafs og enda eða óend-
anlegt, án þess þó að geta gert oss fulla grein fyrir, hvað
það hugtak hefur að þýða; það er eins og svo margt
annað stuðningshækja fyrir vanþekkingu vora, vjer búum
til orð — eitthvað spaklegt orð —, höldum svo, að alt
sje um garð gert, en höfum eins og strútsfuglinn flúið
hættuna með því að stinga höfðinu niður í sandinn.
Vjer getum ekki hugsað oss takmörk á rúminu, þó
einhver takmörk væru, hlyti eitthvað að vera þar fyrir
utan. Eins er með tímann, vjer getum hvorki hugsað oss
upphaf nje endi á honum, tímalengdir þær, sem gengið
hafa til sköpunar og þroskunar miljóna sólkerfa, hljóta
tiltölulega að hafa verið jafnóskiljanlega langar eins og