Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 32
3 2
t'orv. I hoioddsen
það hugsanlegt, að ljósgeislarnir á ferð sinni gegnum geim-
inn ef til vill mundu örlítið bogna, þó oss sýndust þeir
þráðbeinir, svo ef vjer horfum beint til himins, þá svign-
ar sjónarlínan í rúminu, svo hún gengur hringinn í kring
og að baki oss, eins og vjer værum innan í lokaðri kúlu,
sem væri stærri en fjarlægð fjærstu stjarna, er vjer fáum
sjeð. Afleiðingin af þessari getgátu væri sú, að vjer aldrei
gætum skynjað annað en það svæði, sem oss væri af-
markað af eðli ljóssins. Á sama hátt mundi maður, er
stæði við sævarströnd með svipuðu ljósbroti í loftinu,
geta horft kringum hvel jarðar og í bak sjer, sem hann
þó ekki sæi vegna fjarlægðarinnar, en þá mundi honum
virðast hafið endalaus beinn flötur, þó það sje í raun og
veru boginn kúluflötur. fetta er þó ekki nema getgáta,
sem enginn sönnun hefur fengist fyrir.
Stærðfræðingar sumir, sem snuðra um hin yztu endi-
mörk vísindagreinar sinnar, þykjast nauðbeygðir til að
reikna með fjögra stiga rúmi, þó það sje ekki skynian-
legt almennu viti. Hinn mikli stærðfræðingur /. C. F. Gauss
('777—1855) gat þess meðal annars, að það mundi vera
sjerstakt fyrirbrigði mannlegs heila, að skynja rúmið þrí-
stigað, en þar með væri engan veginn óhugsanlegt, að
stærðastig rúmsins væru fleiri. Stærðastig hins skynjan-
lega rúms eru, eins og kunnugt er, línan, flöturinn og
líkaminn, en svo þykjast menn geta hugsað sjer fjögra
stiga líkama, framkominn við það, að bygt er á punkti
fyrir utan rúmið, slíkur líkami er ekki skynjanlegur, en
þó telja margir stærðfræðingar hann hugsanlegan. I rúm-
fræðinni nota sumir stærðfræðingar þetta svokallaða fjórða
stig rúmsins til aðstoðar við ýms stærðfræðisleg verkefni,
en þau munu flest snerta heilabrot og hugleiðingar, sem
ekki eru meðfæri allra. Annars eru mörg hugtök stærð-
fræðinnar vart skynjanleg, þó þ^u sjeu hugsanleg og rök-
rjett afleiðing annara hugtaka. Pað virðist reyndar, eins