Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 34
34
i\>rv. Thoroddsen
dýpt, lengd og breidd almættisins, skildu þeir þetta svo,
sem hjer væri talað um fjögur stærðastig í rúminu. Fyr-
irrennari andatrúar nútímans og annara dulrænna hugleið-
inga á seinni öldum var Englendingurinn Henry More
(1614—1687), hann trúði á hið fjórða stig rúmsins og á-
leit þar vera ríki anda og engla og bústað sálnanna, þar
var eigi að eins heimkynni fyrir sálir manna, heldur líka
einnig fyrir sálir dýra. Fjórða stærðarstigið kallaði H.
More verulega þykt (spissitudo essentialis). Röksemda-
leiðsla hans um 4. stigið er hjer um bil á þessa leið:
Yera, sem lifir og hugsar í tveim stærðastigum, að eins
t. d. í fleti, mundi eigi geta flutt depil fyrir innan hring-
línu út fyrir hringinn, nema með því að snerta hann, en
vjer, sem lifum og hugsum í þrem rúmstigum, eigum
hægt með það, getum hafið depilinn upp fyrir hringinn
og út fyrir hann, notum þriðja stærðarstigið, hæðina, til
þess. Aftur á móti getum vjer ekki hnýtt hnút á lok-
aðan hring eða tekið pening upp úr lokuðum kassa,
nema með því að brjóta hann eða opna. Eftir skoðun
hans á vera með 4 stærðarstigum að geta þetta. Ýmis-
legt er nú athugavert við þessa röksemdaleiðslu, sem vjer
hjer getum eigi nánar fengist við.
Eegar hin eldgamla andatrú fór að færast í aukana
á 19. öld, tóku ýmsir andatrúarmenn kenningu þessari
fegins hendi og notuðu hana til þess að komast út fyrir
hina holdlegu tilveru í tíma og rúmi. Með þessu þóttust
andatrúarmiðlar geta skýrt margskonar kraftaverk og dul-
arfull fyrirbrigði, og auðtrúa fólk tók við skýringum þess-
um sem góðri og gildri vöru. Hinn þýzki stærðfræðing-
ur og stjarnfræðingur /. C. F. Zöllner (1834—1882), sem
hneigðist til andatrúar á efri árum og var farinn að rugl-
ast á geðinu, þóttist geta sannað stærðfræðislega, að
sjónhverfingar miðlanna væru bygðar á notkun hins fjórða
rúmstigs. þegar hlutir voru fluttir til þessa stigs, hurfu