Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 46

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 46
4Ó Halldór Hermannsson unga aldri settur til menta; tólf ára gamall var hann send- ur til Þýzkalands, og dvaldi nú erlendis nálega altaf þar til hann var 25 ára gamall. Það var þá tízka, að ríkra manna synir fóru frá einum háskóla til annars til að afla sjer mentunar, og stunduðu þá sjerstaka vísindagrein við hvern háskóla. Námsferill Ole Worms sýnir þetta vel. Við háskólann í Marburg stundaði hann guðfræði aðallega, en jafnframt málfræði og heimspeki, og hjelt því áfram við háskólann í Giessen. Nítján ára gamall tekur hann að leggja stund á læknisfræði við háskólana í Frankfurt, Worms, Speier, Heidelberg og Strassburg; hjelt því námi áfram í Basel, Padua og Montpellier, en þar var þá einna frægastur háskóli í þeirri grein. Til París fór hann og, en dvaldi þar skamma stund, því að Hinrik IV. Frakkakon- ungur var myrtur um þær mundir og var þar því róstu- samt. Brá hann sjer þá til Leyden á Hollandi, en þar var nýr háskóli, sem fljótt hafði orðið frægur. Fór hann svo snögga ferð til Kaupmannahafnar, en hjelt aftur það- an til Marburg og Cassel og lagði nú stund á efnafræði. Bá varð hann loks doktor í læknisfræði í Basel. Loks fór hann til Englands og dvaldi í Lundúnum hálft annað ár. Pá var námsskeiðið á enda og hann hjelt heim til fóstur- jarðar sinnar 1613. Auðvitað ætlaði hann sjer háskóla- embætti, en ekkert var þá laust. Var hann því gerður »professor pædagogicus«, en það var ólaunuð staða og lægsta stig háskólakennara, svarar til þess, sem nú er kallað dósent. Rektor ákvað, hvaða grein þeir prófessor- ar skyldu kenna, en annars var þeim frjálst að fara með efnið, eins og þeir sjálfir kusu. Worm var skipað að halda fyrirlestra yfir rit Cicerós um ellina. Sýnir meðferð hans á því efni kensluaðferð þeirra tíma. í tilefni af lof- ræðu um heimspekina í ritinu hjelt Worm lengi fyrirlestra um heimspeki, komst svo út í latneska málfræði, og loks alls konar útúrdúra, þar á meðal um ófreskjur og aðrar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.