Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 46
4Ó
Halldór Hermannsson
unga aldri settur til menta; tólf ára gamall var hann send-
ur til Þýzkalands, og dvaldi nú erlendis nálega altaf þar
til hann var 25 ára gamall. Það var þá tízka, að ríkra
manna synir fóru frá einum háskóla til annars til að afla
sjer mentunar, og stunduðu þá sjerstaka vísindagrein við
hvern háskóla. Námsferill Ole Worms sýnir þetta vel.
Við háskólann í Marburg stundaði hann guðfræði aðallega,
en jafnframt málfræði og heimspeki, og hjelt því áfram við
háskólann í Giessen. Nítján ára gamall tekur hann að
leggja stund á læknisfræði við háskólana í Frankfurt,
Worms, Speier, Heidelberg og Strassburg; hjelt því námi
áfram í Basel, Padua og Montpellier, en þar var þá einna
frægastur háskóli í þeirri grein. Til París fór hann og, en
dvaldi þar skamma stund, því að Hinrik IV. Frakkakon-
ungur var myrtur um þær mundir og var þar því róstu-
samt. Brá hann sjer þá til Leyden á Hollandi, en þar
var nýr háskóli, sem fljótt hafði orðið frægur. Fór hann
svo snögga ferð til Kaupmannahafnar, en hjelt aftur það-
an til Marburg og Cassel og lagði nú stund á efnafræði.
Bá varð hann loks doktor í læknisfræði í Basel. Loks fór
hann til Englands og dvaldi í Lundúnum hálft annað ár.
Pá var námsskeiðið á enda og hann hjelt heim til fóstur-
jarðar sinnar 1613. Auðvitað ætlaði hann sjer háskóla-
embætti, en ekkert var þá laust. Var hann því gerður
»professor pædagogicus«, en það var ólaunuð staða og
lægsta stig háskólakennara, svarar til þess, sem nú er
kallað dósent. Rektor ákvað, hvaða grein þeir prófessor-
ar skyldu kenna, en annars var þeim frjálst að fara með
efnið, eins og þeir sjálfir kusu. Worm var skipað að
halda fyrirlestra yfir rit Cicerós um ellina. Sýnir meðferð
hans á því efni kensluaðferð þeirra tíma. í tilefni af lof-
ræðu um heimspekina í ritinu hjelt Worm lengi fyrirlestra
um heimspeki, komst svo út í latneska málfræði, og loks
alls konar útúrdúra, þar á meðal um ófreskjur og aðrar