Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 48
48
Halldór Hermannsson
ritstörf, því hann var iðjumaður mikill og starfsþrekið ó-
þreytandi. Byrjaði hann nú að safna öllu því, er snerti
vísindagreinir hans, en þær voru, eins og áður er getið,
margar. Safn hans óx með ári hverju og varð loks eitt
með stærstu söfnum í Kaupmannahöfn. En þar kendi
margra grasa. far voru náttúrugripir, dýr og hlutir, frá
ýmsum löndum, listaverk, læknisdómar, og forngripir
hvaðanæfa. Auðvitað var margt af þessu merkilegt og
mikils virði, en svo var innan um glingur og rusl, eins
og við var að búast. Worm ljet semja skrá yfir safnið
og var hún ekki fullprentuð fyr en eftir dauða hans; er
í henni ágæt mynd af safninu. Ýmislegt er þar frá Is-
landi. Eiginlega er skráin náttúrusaga; henni er skift í
fjóra kafla, um steina-, dýra- og jurtaríkið og um hluti
gerða af mannahöndum. Er þetta því stórmerkilegt rit,
vel prentað og með eirstungnum myndum. En náttúru-
fræðin var skamt á veg komin og því er þar ýmislégt,
sem oss þykir nú barnalegt og broslegt, og mætti í þessu
sambandi geta ritgerðar dýrafræðislegs efnis, sem endur-
prentuð er í ágripi í ritinu og Worm sjálfur hafði ritað.
Ritgerðin, sem er á latínu, heitir »Saga dýrs, sem
dettur ofan úr skýjunum í Noregi og etur upp á skömm-
um tíma gras og korn landsbúa, þeim til stórtjóns«. Dýr
þetta er lemingurinn, sem kemur í stórhópum norðan af
fjöllum. Worm gefur nákvæma lýsingu af dýrinu, og get-
ur um skoðanir manna og tilgátur viðvíkjandi því. Pað
var almenn trú, að lemingarnir yrði til úr rotnum skýjum;
sumir hjeldu þó, að þeir æxluðust á vanalegan hátt, en
að vindurinn bæri þá. Worm er hikandi gagnvart þessum
skoðunum og þorir ekki alveg að dæma þær ósannar eða
ómögulegar. En svo spyr hann, hvers vegna náttúran hafi
gefið þeim æxlunárfæri, ef hún ætlaði þeim ekki að nota
þau, og sýnir þetta, að Worm var á rjettri leið til að
rannsaka hlutina og draga ályktanir af þeim, í stað þess