Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Qupperneq 53
Ole Worm
53
væri lúður, og að myndirnar væru siðferðislegar líkingar;
taldi hann að það væri frá dögum Fróða konungs frið-
góða. Dáðust menn mjög, bæði heima og erlendis, að
skarpskygni og skýringum Worms, þær fjellu svo vel í
smekk þeirra tíma. Eins og kunnugt er, var þessum ger-
simum stolið af safninu í Kaupmannahöfn árið 1802 og
voru þau brædd af þjófnum, sem var gullsmiður; fundust
hjá honum einungis nokkrir gullhlúnkar. Stuldurinn varð
tilefni til hins merka kvæðis um gullhornin eftir Öhlen-
schlæger, og byrjar það nýja stefnu í bókmentum Dana.
Árið 1865 tókst Sophus Bugge að lesa áletranina á
seinna horninu, sem er rituð með eldri rúnunum, og hefst
þá nýtt tímabil í sögu rúnarannsóknanna. fað höfðu til
allrar hhmingju verið gerðar góðar myndir af hornunum,
áður en þeim var stolið.
I einu landi var þessum rúnaritum Worms ekki vel
tekið. Pað var í Svíþjóð. Pað var rígur, öfund og af-
brýðissemi milli bræðraþjóðanna, og kom það ekki ein-
göngu fram á vígvellinum, heldur líka í ræðu og riti.
Rithöfundarnir drógu taum hver sinnar þjóðar, ekki sízt
þeir, sem fengust við sagnaritun og fornfræði. Hver vildi
gera sína þjóð frægri, rekja sögu hennar sem lengst aftur
í tímann, sýna hve göfuga og afreksmikla forfeður hún
hefði átt, og hver vildi eigna sinni þjóð sem mest af öllu
því, er nokkurs virði þótti. Einkum lá þetta í landi hjá
Svíum. Og hversu skoplegt sem margt af þessu virðist
nú, eimir þó eftir af þessu meðal þjóða enn þann dag í
dag; mætti nefna þar til ýms dæmi. En hjá Svíum gekk
það í þá daga fram úr öllu hófi. Það var ekki eingöngu,
að þeir vildu láta skoða Svía sem elztu og fremstu þjóð
Norðurlanda; þeir vildu jafnvel álíta, að hún væri fremsta
og elzta þjóð heimsins. Til gamans skal jeg geta um get-
gátu Bures um sköpun mannsins; er hún í óprentaðri rit-
gerð um uppruna tungumálanna. Menn hafi haldið því