Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 55
Ole Worm
55
ekki heldur lítiö úr þeim. En hann getur í ritum sínum
ekki um rúnatöflurnar svensku, og þótti því Bure og öðr-
um sem hann vildi gefa Dönum alla dýrðina að því er
rúnirnar snerti. Jafnskjótt og Gústaf Adolf sá I'asti Danici
eftir Worm, bauð hann Bure þegar að mótmæla höfund-
inum. Varð af þessu þykkja mikil milli Bure og Worms,
þó Bure ljeti ekki prenta mótmæli þá gegn honum, en
seinna samdi hann og gaf út háðkvæði um Worm. í
handriti er og til ritgerð eða athugasemdir viðvíkjandi rit-
um Worms. Pað yrði of langt mál að. fara frekar út í
þetta hjer. Bure var annars einkennilegur og merkilegur
maður, gáfaður og sjerlega fjölhæfur, en ef til vill nokkuð
hrokafullur. Hann var þeim Karli IX. og Gústaf Adolf
mjög handgenginn, og er mælt, að Karl hafi viljað gera
hann að prófessor í »rúnsku«.
Eins og áður var getið, voru íslendingar um þessar
mundir farnir að gefa gaum og leggja stund á fornar sög-
ur og fornbókmentir, en þó var áhuginn á því ekki al-
mennur; það voru einstöku menn, sem fengust við það,
og þeir áttu við erfiðleika að stríða að geta haldið því
áfram; handritin voru hingað og þangað, og efni og
tækifæri vantaði til að geta safnað þeim og unnið að
þeim. Hver hírðist í sínu horni, svo að úr samvinnu
varð lítið. Bað er óefað, að Worm átti góðan þátt í því
að hvetja menn til starfa í þessu efni, og er það mikillar
þakkar vert Fyrsti Islendingurinn, sem hann komst í
kynni við, mun hafa verið Porlákur Skúlason, sem síðar
varð biskup á Hólum. Hann varð handgenginn Worm á
háskólaárunum og hjeldust brjefaskifti milli þeirra jafnan
síðan. Sumpart fyrir tilstilli Porláks komst og Arngrímur
lærði í samband við Worm; skrifuðust þeir á frá því 1626
og til dauða Arngríms (1648), og eru brjef þeirra merki-
leg; bar Worm mikla virðingu fyrir lærdómi Arngríms
og í brjefi til síra Jóns Arasonar í Vatnsfirði segir hann,