Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Qupperneq 68
68
Nú á margur bágt
Rússar eyðilagt sjálfstæði þess ríkis. Stjórnir Rússa og
Englendinga gerðu samning um að skifta Persíu á milli
sín; hefur samningur sg verið kallaður »ræningjasamning-
ur« af hinum rjettsýnustu mönnum á Englandi, en á Rúss-
landi var ekki málfrelsi, og mátti því enginn segja hið
sanna um meðferð Rússastjórnar á Persíu.
fetta er pólitík stórveldanna í byrjun 20. aldar.
Pað hefur annars verið eftirtektarvert bæði fyr og
síðar, að oft þegar stórveldin hafa gert samning sín á
milli og samúð hefur verið hin mesta á meðal þeirra, þá
hafa þau gert það til þess að brjóta undir sig smærri riki
og skifta þeim á milli sín, eða limlesta þau. Pannig gerðu
t. a. m. Þjóðverjar og Austurríkismenn við Danmörku 1864.
Þá sagði ráðaneytisforseti Englendinga, Palmerston lávarð-
ur, í enska þinginu rjett fyrir stríðið, að Danir skyldu eigi
standa einir uppi, ef á þá væri ráðist, og þingmenn' sam-
sintu þessu ög tóku því með fögnuði, en af hjálp Eng-
lendinga varð ekkert, er til framkvæmda kom, og súpa
þeir nú sjálfir seyðið af þeim svikum. Frakkastjórn ljet
þá einnig vingjarnlega við dönsku stjórnina. en veitti Dön-
um þó enga hjálp. Prátt fyrir þetta hafa þó ýmsir enskir
og frakkneskir stjórnmálamenn nú látið í ljós, að smáríkin
hjer í Norðurálfunni, og þar á meðal Danmörk. ættu að
hjálpa þeim, stórveldunum fjórum á móti hinum tveimur!
rjett eins og þau fjögur, og nú fimm með Bandaríkjunum
í Ameríku, geti ekki staðið sig á móti hinum tveimur. En
smáríkin óska að fá að vera í friði fyrir stórveldaófriðnum.
Norðurlönd, Holland og Sviss gera engum mein.
Pegar ástandið er svo á jörðunni, að örfá stórveldi
eiga þar mestalt land, draga þau aðrar þjóðir út í ófrið-
ínn með sjer, er þeim lendir saman. Sökum þessa er nú
mestur hluti mannkynsins í stríði. Saklausar þjóðir tugum
saman, sem stórveldin hafa lagt undir sig og eiga ekki