Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 69
Nu a margur bágt
69
hinn allraminsta þátt í ófriðnum, neyðast til þess að ganga
í hann og berjast með yfirráðendum sínum og kúgurum.
Innflytjendur í nýlendur stórveldanna hafa einnig fengið
að kenna á þessu. Tvær þúsundir þeirra íslendinga, sem
eru í Kanada, hafa orðið að ganga í ófriðinn, að því sem
sagt er, og þó er þar ekki almenn herskylda. — Petta
samsvarar átta til níu þúsundum manna á Islandi, sem
landsmenn gerðu út sjálfir. — Ef þeir hefðu eigi gert
það, hefðu þeir orðið svo illa þokkaðir, að þeim hefði
eigi verið þar vært.
Við slíku hafa Islendingar eigi búist, er þeir fóru frá
íslandi.
Á jörðunni eru nú um 1700 miljónir manna, en um
1150 miljónir manna eru nú komnar í ófriðinn og útlit er
fyrir að Kínaveldi með nærri 330 miljónum manna og jafn-
vel Brasilía með nærri 23 miljónum manna og ýms önnur
minni ríki í Suður-Ameríku lendi þá og þegar í stríðinu.
Tvö smáríki í Mið-Ameríku hafa þegar gengið í ófriðinn
með Bandarikjunum. Kína og Brasilía hafa þegar slitið
stjórnmálaviðskiftum við Pýskaland. Pað má búast við,
að mikill hluti Suður Ameríku og flestar Vestindíur lendi
í ófriðnum. Mexikó mun varla heldur komast hjá honum,
þótt þar hafi lengi verið innanlands ófriður. Pjóðverjar
reyna ákaft að fá það ríki í lið með sjer, því að margir
landsmenn hata Bandaríkjamenn nágranna sína, aðallega
sökum þess, að þeir hafa náð undir sig steinolíulindum
nokkrum mjög verðmætum í Mexikó.
Með miðveldunum, Pýskalandi og Austurríki-Ungarn,
eru að eins Tyrkir (mannfjöldi 21600000) og Búlgarar
(mannfjöldi 4758000). Alls eru miðveldamegin í ófriðnum
nálega 157 miljónir manna, og eiga þau því nú við mikinn
liðsmun að etja, eins og ljóst er af því, sem þegar er sagt,
en þau standa betur að vígi.