Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 74
74
Nu á margur bágt
heldur áfram, og nú þegar Bandaríkin eru komin í hann,
verða að líkindum hlutlausum þjóðum — þar á meðal ís-
lendingum — flestar eða allar bjargir bannaðar þaðan.
Bandamenn segja nú þegar, að þeir geti ekki lengur fram-
leitt meira en það, sem þeir þurfi sjálfir og bandamenn
þeirra í ófriðnum.
Pað er ekki gott að vita með áreiðanlegri vissu,
hvernig ástandið er í sumum hernaðarlöndunum, því að
málfrelsi og prentfrelsi er þar afnumið. Hjer skal þess
getið, að einn merkur læknir á vígstöðvum Austurríkis
gegn ítölum hefur ritað einum vin sínum á Norðurlönd-
um, að ástandið væri voðalegt á vígvellinum, en þó væri
nærri verra að koma heim til höfuðborgarinnar. Sökum
lítillar næringar hjeldu fá börn, sem fæddust. lífi.
Hversu ilt sem ástandið kann^að vera á Pýskalandi
eða í Austurriki, er eymdin þar þó lítil í samanburði við
það, sem á sjer stað í sumum smáríkjunum, þar sem
styrjöldin hefur geisað, svo sem í Belgíu, Serbíu og Pól-
landi, og nú líklega í Rúmeniu, eða í þeim hjeruðum á
Frakklandi og landamærum stórveldanna, sem breytt hef-
ur verið í vígvöll, eða austur í Litlu-Asíu og Mesópótamíu,
þar sem baráttan hefur staðið milli Rússa, Tyrkja og
Englendinga.
Belgía var blómlegt ríki og velmegandi með 7640000
íbúa, þá er ófriðurinn hófst. Nú hefur allur miðhluti lands-
ins verið vígvöllur, og því meira eða minna eyðilagður,
þótt nokkuð hafi það batnað aftur, eftir að ófriðurinn barst
yfir á Frakkland. Margir landsmenn eru fallnir, og fjöldi
þeirra hertekinn. I október 1914 voru 720000 manna
landflótta úr Belgíu á Hollandi, og 1400000 manna varð
hjálparnefndin að taka að sjer, svo að þeir fjellu ekki úr
hungri. Hún gerði það mestmegnis með gjöfum og vist-
um, sem komu frá Bandaríkjunum, en þó hjálpuðu aðrar
hlutlausar þjóðir allmikið. Um ójöfnuð þann og óham-