Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 79
Nú á margur bágt
79
hjálp. En margir pínast án þess að láta bera á hungrinu,
sem kvelur þá.
Eftir 15. febrúar 1916 var í Varsjava tekið að útbýta
með brauðseðlum 150 grömmum daglega af brauði í stað-
inn fyrir 250 grömm, er var útbýtt fyrstu mánuðitia eftir
að fjóðverjar höfðu hertekið höfuðstað Póllands. Brauð
þetta er slæmt og lítið næringarefni í því. Pað er búið
til úr kartöflumjöli og bókhveiti og lúpinjurt. Flestallir
íbúar Póllands voru áður en ófriðurinn hófst of fátækir
til þess að geta eignast kjötbita, og nærast því miklu
meira á brauði en menn í hinum vestlægu löndum. Af
því má skilja, hve þungt það hefur verið fyrir þá, að
brauðskamturinn var minkaður svo mikið, og það var þeim
mun verra, sem það litla, er hver maður fekk, var svo
næringarlítið.
Afleiðingar af þessum bjargarskorti eru hungursjúk-
dómar, sem eru almennir á Póllandi. Merkur þýskur her-
læknir hefur skrifað um þá, og segir, að menn verði
máttlausir og blóðlausir og fái hjartaveiklun. Á höfði,
líkama og brjósti fái menn útbrot, á fæturna komi kirtla-
hnútar og margir sjúklingar verði blindir. Enn fremur fá
margir skyrbjúg. Peir, sem verði veikir af honum, verði
sljóir og deyi, ef þeir eru ekki hirtir.
Dýrtíðin er fjarskaleg. í konungsríkinu Póllandi, eink-
um í Varsjava, var mjöl stigið um 1500 af hundraði, kar-
töflur um 600 af hundraði, sykur um yfir 500 af hundr-
aði og ódýrasta feitmeti um 800 af hundraði.
Helstu tnenn í Varsjava sömdu ávörp í fyrra til rúss-
neska utanríkisráðherrans, Sassonoffs, og báðu hann um
að reyna að fá Englendinga til þess að leyfa innflutning
af matvælum frá Ameríku. í ávarpi þessu er skýrt frá,
að tvær miljónir verkamanna í bæjum og í sveitum hefðu
ekkert til viðurværis, og sömu örlögum yrðu aðrar tvær
miljónir að sæta, nefnilega konur og börn pólverskra vara-