Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 80
8o
Nú á margur bagt
hermanna, sem Rússar hefðu kallað til landvarnar, og
gætu því ómögulega hjálpað fjölskyldum sínum. I borg-
inni Lodz voru 70000 manna, er lifðu eingöngu af opin-
berri góðgjörðasemi, og tala slíkra manna í öllu landinu
væri mörg hundruð þúsundir.
Ameríska hjálparnefndin, sem fyr er getið, sagði, að
það þyrfti minst 2000000 dollara á mánuði til þess að
bjarga landsmönnum í þeim hluta Póllands, sem Pjóð-
verjar hefðu hernumið. Til þess að koma landbúnaði þar
á fót, þyrfti að kaupa hesta fyrir 34 miljónir, nautgripi
fyrir 37 miljónir og útsæði fyrir 88 miljónir þýskra
marka.
Líkt þessu er ástandið í Galizíu, þeim hluta hins
gamla Póllands, sem liggur undir Austurríki. Tað er yfir
78000 ferh. kílometrar að stærð og íbúarnir nálega 8000000.
Af þeim eru 4675600 Pólverjar, en hitt eru Rútenar,
Gyðingar, Pjóðverjar o. fl. Akuryrkja er þar aðalat-
vinnuvegur, en landsmenn eru alment fátækir. Af hundr-
að fjölskyldum var talið fyrir stríðið að 92 hefðu ekki
1200 austurríkskar krónur í árstekjur, það eru um 900
danskar krónur. Fje í sparisjóð var talið um 36 dansk-
ar krónur á mann, eða miklu minna en íslendingar eiga.
Rússar rjeðust inn í Galizíu í byrjun stríðsins, og þar
hefur mörg hörð orusta staðið. Sumum sveitum í Galizíu
hefur verið rótað um í skothríðum, sjerstaklega í kringum
Lemberg, höfuðstað Galizíu Afleiðingarnar hafa verið
eftir því. Rúmlega sjötíu hlutir af hundraði -af allri Galizíu
hafa verið eyðileggingu undirorpnir, og þrettán hlutir alls
landsins hafa brunnið upp til ösku. Smáborgir svo hundr-
uðum skiftir og 6000 sveitaþorp hafa brunnið, sum alveg,
en sum meira eða minna. 800000 hestar hafa verið tekn-
ir og hálf önnur miljón nautgripa af hálfri þriðju miljón,
sem var til áður en ófriðurinn hófst, enn’ fremur alt korn
og fóður. Tað mætti lengi telja, ef nefna ætti alt, sem