Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 81
Nú á margur bágt
81
eyðilagst hefur, en rúmið leyfir það ekki. Að eins skulu
tvær sýslur nefndar sem dæmi, Cieszanow og Do-
bromil, frjósömustu og best ræktuðu hjeruðin í miðri
Galizíu, umhverfis kastalaborgina Przemysl og Jaroslaw.
far hefur mestöllu landinu, yfir ioooo ferh. km. að stærð,
með 1127800 íbúa, verið breytt í stóran kirkjugarð. Pá
er íbúarnir komu þangað aftur, eftir að Rússar höfðu ver-
ið reknir burtu, fundu eigendur stórra búgarða ekki eitt
hús heilt, er þeir gátu leitað hælis í, og bændur ekki
einn kofa. Alt var rifið og tætt í sundur. Pað er talið,
að í þessum tveim sýslum hafi verið eyðilagt tveggja
miljarða virði í austurríkskum krónum, enda höfðu líka
langvinnar orustur staðið þarna.
Hungrið var líka óttalegt og margir dóu af því. Hjer
skal nefna eitt dæmi. Höfuðsmaður einn kom akandi í
»bil« að bóndabæ í Galizíu, og bauð hermanni þeim, er
hann hafði til þjónustu, að fá eitthvað að borða á bæn-
um. Hermaðurinn fór inn, en kom skjótt út aftur og nam
staðar fyrir framan foringja sinn, þegjandi, fölur og titr-
andi. Höfuðsmaðurinn spurði hann þá, hvað við hefði bor*
ið. »Pað er ekkert að borða þarna inni,« sagði hermaður-
inn. Pá varð herforinginn óþolinmóður og ætlaði sjálfur
að fara inn í kofann, en hermaðurinn stöðvaði hann og
mælti: »Herra, bóndinn þarna inni hefur í hungursótt
drepið konu sína og barn, og var að skera kjötið af
þeim.« Peir stigu þá báðir upp í bílinn og óku skjótt
burtu.
Petta, sem hjer er sagt, nægir til þess að sýna,
hvað Pólland alt hefur orðið að líða í ófriði þessum.
Svona var ástandið þar í fyrra, en ekki er það betra í
vetur, því vandræðin fara hraðvaxandi, og skortur ýmsra
nauðsynja er farinn að koma í ljós í þeim löndum, sem
hafa rjett mesta hjálparhönd. En nú skal minna á eina
raun, er Pólverjar eiga daglega við að búa framar en