Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 90
90
Nú á margur bágt
geðshræringa, og að gera þau hæf til vinnu og samvinnu
við aðrar þjóðir, þá er friður er kominn á. Pað sje betra
að tala um stríðið við þau sem illa nauðsyn en að segja,
að það sje svikulum óvinum að kenna, enda sje það
ekki satt.
Foerster sendi ásamt ýmsum öðrum merkum mönn-
um áskorun til foreldra og kennara um að berjast á móti
hatri barna til útlendra þióða. Stjórnarforseti v. Schwerin
í Frankfurt a. O. sendi i janúar 1916 skipun til skóla-
stjórnanna um að taka ekkert tillit til þessarar áskor-
unar.
Prófessor Foerster er einn af hinum merkustu ha-
skólakennurum á Pýskalandi. Hann hefur stundað þjóð-
hagsfræði og heimspeki bæði innanlands og utan, í Sviss,
á Englandi og í Ameríku, og verið kennari í Sviss og í
Austurríki, áður en hann fekk embætti í Munchen. í
æsku naut hann engrar kristindómsfræðslu. Pess var
gætt vandlega, að hann skyldi engin trúarbrögð hafa, en
eigin reynsla í daglegu líft hefur gert hann kristinn. Hann
er mannúðlegur maður, laus við hleypidóma og fús til að
viðurkenna hið góða hjá útlendum þjóðum. Hann hefur
sýnt, að hann hefur þrek til þess að ganga á móti al-
menningsáliti, ef það er rangt.
Hann segir, að þjóðverjar hafi hrósað sjer af því
fyrir stríðið, að þeir þektu allar þjóðir, en að stríðið
hafi sýnt, að þeir hafi metið mjög skakt mótstöðu-
menn sína.
Hann dáist að þeim krafti, sem stjórnaraðferð, skipun
og regla Prússa hafi alið, en hann kveður þá ekki skilja,
að menn sætta sig við sterkt drotnunarvald (imperium), ef
menn eru eigi áreittir eða særðir í smámunum. Stjórnar-
aðferð (realpolitik) í prússneskri merkingu segir hann að
sje ofbeldisstjórnarháttur, sem miði að því að undiroka
mótstöðumenn sína með eða móti lögum, eins og komið