Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 101
í’jóðjarðasalan
IOI
börn þeirra eða nánustu erfingjar nytu góðs af jarðabót-
um þeirra. Ef börn væru eigi til að taka við jörðunum,
fanst ábúendunum ilt, að þeir ættu eigi jarðirnar sjálfir
til þess að geta selt þær dýrara verði en þeir hefðu
greitt fyrir þær, og fengið það borgað, sem þeir höfðu
bætt jörðina. »Annars fengju þeir ekkert fyrir jarðabætur
sínar,« eða »það, sem þeir höfðu kostað upp á jörðina,*
var viðkvæðið.
Pótt menn fengju t. a. m. 12 eða 24 °/o í 28 ár af
túnasljettunum, þótti það ekkert endurgjald fyrir þær. En
þótt jarðirnar sjeu borgaðar með 6 °/o af verði þeirra í
28 ár, þykir það nóg borgun fyrir þær handa lands-
sjóði.
En svo var auk þess ávalt nokkur von um að geta
fengið jarðirnar fyrir mjög lítið verð, ef það gæti tekist
að fá þær keyptar af landssjóði.
Nú tóku því nokkrir menn, er eignast vildu þjóð-
jarðir, eða stóðu í sambandi við slíka menn, að rita um
það í blöðin, hve mikil þjóðar nauðsyn og framför það
væri, að landið seldi jarðir sínar, og hve dýrt fyrirkomu-
lag það væri, að halda umboðsmenn. Pað mætti spara
alveg allan þann kostnað með því að selja þjóðjarðirnar.
Líka væri það alveg nauðsynlegt, að sjálfseignarbændum
fjölgaði, og það væri hægast með því að láta þá fá þjóð-
jarðirnar keyptar. En þótt sumir einstakir menn ættu 20
eða 30 jarðir, eða jafnvel 50 til 60 býli, eins og sagt
var um Porleif gamla á Háeyri og Þorstein Daníelsson á
Skipalóni, þá gerði það ekki neitt til í þessu tilliti. Eng-
inn mintist á það, enda var eigi svo greitt og vænlegt
að fá jarðir keyptar af þeim sem af landssjóði.
En er svo hafði verið ritað nokkra tíð, tóku menn
að senda bænarskrár til landsstjórnarinnar og til alþingis
um að fá þjóðjarðir keyptar, og þangað til var verið að
nauða og nudda um þetta, uns út komu lögin 8. nóvem-