Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 106
Í’jóðjarðasalan
manns, að fara vel með þá jörð, sem hann býr á, sljetta
túnin og halda þeim í góðri rækt. Vesall og þröngsýnn
má sá maður vera, sem ann eigi öðrum að njóta góðs af
verkum sínum. Ættjörð sinni ann hann eigi heldur.
Ábúendur á landssjóðsjörðum voru líkir öðrum bænd-
um, hvorki lakari eða betri yfirleitt. feir áttu því engar
gjafir skilið úr landssjóði umfram aðra búatidi menn og
gjaldendur hans, en annað er þjóðjarða og kirkjujarða salan í
raun rjettri ekki. Pess vegna er hún svo ranglát gagnvart
öðrum landsmönnum.
Pótt gjafverð hafi venjulega verið á þjóðjörðunum,
hafa samt sumir orðið að taka lán til að kaupa þær og
sett sig í skuldabasl. Sumir hafa orðið að láta jarðirnar
af hendi aftur til þess að komast úr skuldum. Aðrir hafa
selt þær til þess að græða á þeim. Einnig hefur það
komið fyrir, að menn hafa sett bú á jöró eitt eða tvö ár
til þess að geta fengið hana keypta. Alt þetta hefði
mátt koma í veg fyrir með því að gera ábúðarrjettinn
arfgengan. Pá hefðu einnig allar þjóð- og kirkjujarðir
verið óveðsettar, og landsmenn þurft að lána minna af
útlendu fje, og jafnframt lánstraust landsins verið sterk-
ara, en það er þýðingarmikið fyrir þjóðfjelagið.
í stað þess að selja jarðirnar átti landsstjórnin og al-
þingi heldur að ganga þá leið, að eignast fle.iri
j a r ð i r. Slíkt var hyggilegt fyrir velgengni landsmanna
og sjálfstæði landsins. Skattar landsmanna hefðu þá orðið
minni og skuldir líka, en rjettlæti meira og framfarir, ef
vel hefði verið með farið, sem vonandi er að landsmönn-
um lærist. Fleiri menn hefðu og þá getað fengið jarðnæði,
land til ræktunar, eins og oft hefur verið talað um á hin-
um síðustu árum (sbr. grasbýli); gæti það komið að miklu
liði sumstaðar á landinu, þar sem frostharka er lítil og
lengi má vinna að jarðabótum á hverju ári, eins og í
Vestmannaeyjum.