Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 114

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 114
þá átt, er bygt á rannsóknum Krabbes. Hann gerði líka. stórkostlegar rannsóknir um þetta efni í Danmörku og fekk mikið álit á sig fyrir það. Hann var einn hinn fyrsti á Norð- urlöndum, sem kunni að nota sjónauka (mikroskop), og lærði það af hinum fræga lækni Adolf Hannover. Krabbe ritaði margar vísindalegar ritgjörðir, og má sjerstaklega nefna orma- rannsóknir hans í Danmörku og á íslandi, »Helminthologiske Underspgelser i Danmark og paa Island«, sem kom út 1865 í ritum vísindafjelagsins danska. Það kaus hann fyrir fjelaga 1876. Hann var og heiðursfjelagi í nokkrum útlendum dýra- læknafjelögum. Próf. Krabbe kvongaðist 1871 Kristínu dóttur Jóns Guð- mundssonar málaflutningsmanns og Hólmfríðar Þorvaldsdóttur. Hjónaband þeirra var mjög farsælt. Þau eignuðust 4 syni, sem allir eru merkir menn. Elztur þeirra er Ólafur Krabbe dómari í sakamáladómnum í Kaupmannahöfn, annar er Jón Krabbe skrifstofustjóri í fslensku stjórnarskrifstofunni í Kmhöfn, þriðji er Þorvaldur Krabbe verkfræðingur í Reykjavík, og fjórði læknir, dr. med. Knud Krabbe í Kmhöfn. Próf. Krabbe var einstaklega skyldurækinn maður, iðinn og friðsamur, hæglátur og ljúfur og öðlingur mikill. Hann átti að berjast við sjóndepru mikla allan seinni hluta æfinnar, en konan var þá hægri hönd hans og las fyrir hann. Það má nærri geta, hve þungur missir það var fyrir hann að missa hana, er hún andaðist 1910. Eftir það fór hann eitt sinn til íslands, sumarið 1912, og var þá nærri blindur, en að öðru leyti hinn ernasti. Ernst Sars. Hinn mætasti öldungur í Noregi, sagnarit- arinn prófessor Jóhan Ernst Welhaven Sars fjell frá 27. jan- úar Hann var systurson Welhavens skálds og fæddur 11. október 1835 í Flóreyjar prestssetri í Kinn við Sunnfjarðar- mynni. Snemma á stúdentsárum Sars fekk móðurbróðir hans hann til þess að svara verðlaunaspurningu háskólans 1855 í sagnfræði. Hún var um ástæður þær, sem leiddu til þess, að Kalmarsambandið komst á, og sjerstaklega um stöðu Noregs fyrir og eftir sambandið. Sars vann gullpening krónprinsins fyrir svarið, og lagði síðan alla alúð við sagnfræði. 1860 varð hann aðstoðarmaður í ríkisskjalasafninu norska og síðar styrkþegi háskólans í sagnfræði. 1873 kom út fyrsta bindið af höfuðriti hans, sögu Norðmanna, sUdsigt over den norske Historie*. Árið eftir var hann skipaður prófessor við háskól- ann í sagnfræði. Norska saga Sars er fjögur bindi, og kom síðasta bindið út 1891. Hún er einstaklega merkilegt sögurit.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.